Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 56

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 56
54 BREIÐFIRÐINGUR og Þröskuldadals, sem gengr inn af Hítardal. Helgusæng er lág uppi í fjallinu, og Helguhóll er neðanvert við Dúnkárdal;það er stór hóll í miðjum flóa, norðanvert við Stángá, og vestanvert við Dúnká. Þessi örnefni segja menn draga nafn af Helgu Bárðar dóttur Snæfellsáss, og er sagt, Helga hafi búið seinustu ár æfi sinnar í fellinu, og haft legurúm sitt í Helgusæng, en verið heygð í Helguhól, þá hún andaðist. Tregasteinn; það er hár klettstrípr, sem stendr hátt í Hólsfjalli, upp undan Seljalandi; geta fáir menn komizt upp á hann. Þar eiga ernir opt hreiðr. Það er gömul saga, að eitt sinn hafi örn hremmt barn frá Hóli, á öðru eða þriðja árinu, og flogið með það í hreiðr sitt á steininum, en móðir barnsins hafi hlaupið á eptir upp undir steininn, og hafí þar sprúngið af mæði og harmi, og síðan sé steinninn kallaðr Tregasteinn. III. Ornefni eptir fornbréfum. Hrafnabjarga máldaga frá 1393. Snóksdals kirkju máldögum og Hólmlátrs dómi frá 1509. Arnardalr er í Hólmlátrs fjalli, þar sem Gunnarstaða-á hefír upptök, og eiga Gunnarstaðir hann hálfan móts við Hólmlátr. Botn hjá Svínbjúg; það er botninn á Selárdal, eptir því sem Þórugil ræðr austan til; Bustar- eða Svínbjúgs-hryggr þar gagnvart vestan til. Þessi botn er nú almennt kallaðr Snóksdals botn, þar hann er Snókdals-kirkju land, og hefír þar opt verið selstaða frá Snóksdal. Dalahólmi.Það er syðsti hólmi á Lækjarskógsfjörum, og er nú kallaðr Húshólmi, síðan Daði Guðmundsson í Snóksdal hafði þar hús til að geyma í skreið og fleira, sem hann lét flytja sjóveg undan Jökli; hólmi þessi er Snóksdalskirkju eign; og eru þar nú engar nytjar, að teljandi sé. Dúnkr, sjá Dúnkaðarstaðir: á Dúnki var sett bænhús 1569, en af tekið 1763.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.