Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 58

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 58
56 BREIÐFIRÐINGUR Kornamúlagil; þar eru enn landamerki milli Hlíðar og Hrafnabjarga, og heldr nafni sínu, en það dregr nafn af Kornamúla, sem gengr fram milli þess gils og Bæjardals, upp undan Hrafnabjörgum. Neðanvert við þetta gil er Kornamúlakot, eyði-hjáleiga; þar er nú stekkr frá fremri Hrafnabjörgum. Laugadalur, sá dalr gengr til útsuðurs fram af Hörðadal,upp að Sópandaskarði, og sést af Laxdæla sögu, að hann hefír í fornöld verið kallaðr Hörðadalr framúr, en síðar verið kenndr við bæinn Lauga (sem síðar er nefndr). Þessi dalr er Túngu og Hrafnabjarga land. Laugar; þetta er eyðijörð á Laugadal, að vestanverðu í Hrafnabjarga landi; þessi jörð var byggð 1393, og mun hafa verið það löngu fyr,en nær hún hafi lagzt í eyði vita menn ekki, þó það sé líklegast, að það hafi orðið í plágunni miklu, eptir 1400. í því landi, sem Laugum hefir tilheyrt, var Seljaland byggt, eins og áðr er sagt. Það segja menn, aðkirkjaeða bænhús hafi verið á Laugum; og er all-líklegt, að þar hafi verið það bænhús, sem átti skóginn í Pálsholti (sem síðar verður getið), en það hafi ekki verið á Hrafnabjörgum5því menn hafa ekki getið þar um nokkurt bænhús.Bærinn Laugar hefir dregið nafn af fornri laug, sem heflr verið skammt fyrir neðan bæinn. Markgróf; hún er mitt á milli Hrafnabjarga ogÞorgeirsstaða- hlíðar, og eru enn landamerki haldin milli téðra jarða í miðri grófínni. Mjófidalr; hann liggur út úr Sópandaskarði til vestrs, móts við Austurárdal, sem gengr inn af Hítardal; þessi dalr er í Hrafnabjarga landi, og falla vötn af honum suðr til Lángavatnsdals. Pálsholt; það heitir svo enn í dag; og er það stórt holt í Alfatraða landi, næst fyrir utan Skraumu, ofanvert við götuna, sem liggr út með sjónum; þar átti bænhúsið á Hrafnabjörgum,

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.