Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 59

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 59
BREIÐFIRÐINGUR 57 eða Laugum, allan skóg 1393, en nú er gjörvallt holtið fyrir löngu orðið hríslaust. Skjaldargil; það gil fellr sunnanvert við Skjaldhamar, sem réttin stendr á, og ofan undir Skjöldinn, sem kallaðr er bæði gilið og hamarinn draga nafn af. Nú heitir gil þetta Hestagil, og á Hóll land að því, ofan eptir fjallinu, þar til annað gil tekr sig upp í neðanverðri hlíðinni. Lítið utar úr því ræðr það gil landamerkjum niðr til Hörðadalsár, eptir því sem nú er talið. Þorgeirsstaðahlíð; þessi jörð hefír verið hálf Snóksdals kirkju eign, en hálf konúngs eign, þar til sú hálflenda var seld 1838; síðan er hún bænda eign. Jörðin hefír aðundanförnu verið talin X hundruð, en nú rúm VIII hundruð. Þrepskjöldr; það er steinbogi í hlíðinni undir hömrunum, milli Snóksdals og Hamraenda; og eru við hann landamerki milli greindra jarða. Ritgjörð þessi er samin afjóni sál. Jónssyni íHlíð íHörðadal, að cetlan minni eptir bón sira Þorleifs í Hvammi. Jón þessi var mjög vandaðr, greindr og merkr maðr, og hreppstjóri um stund; og einkutn unni hann og var kunnr að sagna- fróðleik. Sökum þessa, og einkum af því, að eg ekki er viss um, hvort hið íslenska Bókmenntafe'lag hefir fengið ritgjörð þessa (er eg hygg vera vel samda) frá sira Þorleifi, hefi eg fengið ritgjörðina að láni hjá Þorsteini (hér í Stekkjartröð), syni Jóns heitins, og látið Jóhannes, son minn, uppskrifa hana svo eg yrði viss utn, að hún ekki liði undir lok; heldur kcemist, til varðveizlu eða nota, til nefnds félags, á hinn bezta stað, sem fáanlegr er fyrir allar slíkar sögulegar eða þjóðlegar ritgjörðir. Með samanburði á uppskriftinni við frumritið hefi ég fundið, að uppskriftin má rétt heita. Setbergi 20. Febrm. 1872. Helgi Sigurðsson.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.