Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 60

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 60
Búnaðarhcettir í Dölum 1979-80 (Stuttur útdráttur úr ársskýrslu Bs. Dalamanna 1980) Búnaðarsamband Dalamanna gaf út í fyrsta skipti ársrit á s.l. vetri. í ársriti þessu er margs konar fróðleikur varðandi búnaðarhagi í héraðinu. A árinu 1980 skipuðu eftirtaldir menn stjórn Bs. Dalamanna: Sigurður Þórólfsson, Innri-Fagradal, formaður Jóhann Pétursson, Stóru-Tungu Hjörtur Einarsson, Neðri-Hundadal í varastjórn sambandsins eru: Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði, varaform. Kristján Sæmundsson, Neðri-Brunná Hörður Haraldsson, Sauðafelli. Ráðunautur sambandsins er Jón Hólm Stefánsson, Búðardal. Dalasýsla er sem kunnugt er einhliða landbúnaðarhérað. Má því segja að búskapur og búhættir gefi á hverjum tíma heildarmynd af lífsafkomu fólksins í sýslunni. - Þótt margt hafi skipast til betri vegar í ræktun og byggingum síðari árin kemur glögglega fram í yfirliti ársskýrslunnar að margir bændur þurfa að gera betur í ræktun og kynbótum gripa. I ársritinu kemur t.d. fram að á ár inu 1979 er munur á brúttótek jum hj á þeim hæsta og lægsta í naugriparæktarfélögunum kr. 72.913.65, efmiðað ervið afurðir af 15 árskúm. Sturlaugur Eyjólfsson á Efri-Brunná átti

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.