Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 62

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 62
60 BREIÐFIRÐINGUR Búnaðarsambandið hefur um skeið haft starfandi vinnuflokk, sem annast hefur byggingar fyrir bændur, s.s. útihús alls konar og einnig nokkur íbúðarhús. Byggt hefur verið með flekamótum. Þá er á vegum búnaðarsamtaka sýslunnar haldin árlega svonefnd bændahátíð. Er hún haldin að jafnaði fyrstasunnudag í september. Hefur bændahátíðin oft verið fjölsótt. Á árinu 1980 voru hundrað ár liðin frá stofnun Olafsdals- skólans. Af því tilefni er nú verið að rita sögu skólans. Er það á vegum Búnaðarfélags Islands. - Vagga nýrrar búmenningar var í höndum Olafsdalshjóna, þeirra Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Teljamávíst, að mætti Torfi Bjarnason lítauppúrgröfsinni, eins og stundum er sagt, þá myndi hann gleðjast yfir margri góðri framkvæmd í héraði sínu, og e.t.v. ekki síst yfir grasökrum Fóðuriðjunnar í Saurbæ, sem á heimili og varnarþing í Olafsdal. Eins víst er það að marga Dalabændur myndi hann hvetja til meiri dáða ekki síður en fyrir einni öld. - Engin ástæða er þó til svartsýni yfir búskap Dalabænda. - Meðan græn grös gróa og selur vakir á skerjum munu Dalabyggðir veita heillandi tækifæri þeim til handa, er vilja byggja og rækta landið. E.K.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.