Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 64

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 64
62 BREIÐFIRÐINGUR Fjárhúsin á Lambeyrum hann hafa leitað eftir kaupum á Dönustöðum. Af kaupum varð ekki og eru ástæður óljósar. Ekki er kunnugt um annað en jörðin hafí alltaf verið í bændaeign, enda tiltölulega fáar kirkju- og stólsjarðir í héraðinu. Árið 1958 verða þáttaskil í sögu Dönustaða.-Frá árinu 1922 höfðu þau hjónin Jóhanna Lilja Kristjánsdóttir og Skúli Jóhannesson búið á Dönustöðum. Sigríður dóttir þeirra hjóna fór þá að búa með ungum sjómanni, sem kom frá Akranesi, Einari Valdimar Ólafssyni. Reistu þau nýbýlið Lambeyrar úr landi Dönustaða. Einar hafði þá lokið stýrimannsprófí og verið á togurum um skeið. - Mun það hafa vakið nokkra furðu þegar sjómaðurinn með stýrimannsprófið hóf búskap í Laxárdalnum. Skúli á Dönustöðum andaðist 1968 en ekkja hans, Jóhanna Lilja flutti suður í Kópavog og hefur búið þar síðan. Einar og Sigríður fengu þá alla jörðina til ábúðar. Frá því að þau hófu búskap hefur jörðin mjög skipt um svip. Mest þó hin síðari árin. Koma þar til framkvæmdir bæði í ræktun og húsabótum. Ibúðarhús sitt reistu þau um svipað leyti og þau hófu búskap. Núna seinni árin hefur elsti sonur þeirra hjóna, Daði rekið félagsbú með foreldrum sínum. Stærsta átakið til þessa gerðu þeir Lambeyrafeðgar árin 1978-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.