Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 66

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 66
Pétur Ólafsson, Stóru-Tungu: A Idarminning. Jón Kristófer Lárusson (f. 6. nóv. 1878, d. 16. sept. 1949). Jón var fæddur í Rifgirðingum á Breiðafirði. Foreldrar hans voru: Lárus Loftsson í Arney og víðar og fyrri kona hans Anna Marta Friðriksdóttir. Kona Jóns Lofthildur Kristín (d. 21.okt. 1928) Pálsdóttir frá Efri-Brunná, Sigurðssonar. Börn þeirra: Loftur brunavörður í Reykjavík (látinn), Oskar Breiðfjörð í Reykjavík, Baldur dó ókvæntur, Halla dó 16 ára, Friðrik lögregluþjón í Reykjavík, Eggrún (látin) átti Hjálmtý Einarsson frá Vogi (skildu), Dagbjört átti Þorstein Sigurðsson í Ólafsvík, Níels Breiðfjörð í Reykjavík (látinn). Sonur Jóns utan hjónabands: Hjörtur afgreiðslumaður í Reykjavík. Loftur Jónsson afi Jóns Lárussonar bjó lengi á Hallsstöðum og Víghólsstöðum á Fellsströndinni og var hreppstjóri. Eins og fyrr segir var móðir Jóns Anna Marta Friðriksdóttir bónda í Rifgirðingum og konu hans Frúgetar, dóttur Gísla prests Ólafssonar í Sauðlauksdal. Jón var fyrsta barn foreldra sinna, en 3 börn áttu þau alls, tvö dóu ung og lést móðir hans af því síðasta. Jón var þá á fjórða ári þegar móðir hans dó. Faðir hans hætti þá búskap og gerðist lausamaður. í Rifgirðingum voru tvær systur, sem hétu Halla og Kristín, í húsmennsku. Hákonardætur skálds í Borkey. Halla og móðir

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.