Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 68

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 68
66 BREIÐFIRÐINGUR Hellu á Fellsströnd, Jón fór á ellefta árið um haustið. Faðir Jóns kvæntist annað sinn um vorið Halldóru Jónsdóttur frá Brokey, systur Vigfúsar Hjaltalíns í Brokey. Lárus faðir Jóns fékk til ábúðar 1/4 af Rifgirðingum og flutti þangað með konu sína. Eftir árið fluttist faðir Jóns í Arney og þangað fór Jón með honum. Þá var hann ellefu ára og æska hans búin. Hann var látinn gæta að fénu, vera í fjósinu og snúast. Kverið lærði hann í fjósinu, meðan kýrnar átu. Þegar Jón var kominn á 15. árið var hann mikið á sjónum, stundum formaður til Stykkishólms. Hann elskaði sjóinn og bátana og mátti heita að hann væri á sjónum á hverjum degi, þegar fært var. Annars vann hann öll sveitastörf. Jón réri um vortíma til fískjar í Höskuldsey með Skúla Skúlasyni. Jón segir nú frá íbúð þeirra félaga í Höskuldsey: „Ekki var búðin okkar í Höskuldsey nein sérstök þægindaíbúð: lítill moldarkofi og var þang úr fjörunni borið upp á hana fyrir þak. Lak það hverjum dropa, sem kom úr lofti. Var hlaðið upp í báða enda. Rúmstæðin voru úr grjóti, og þang þar á var undirsængin. Kodda höfðum við í fletunum og einhverjar tuskur ofan á okkur. Svo náðu dyrnar inn á milli fletanna.” Ekkert var matreitt í kofanum, bara hitað kaffí fyrir róðrana. Jón fór svo á vetrarvertíð undir Jökli með Skúla Skúlasyni úr Fagurey, síðan fór hann á þilskip sem háseti með Jóni Skúlasyni í Fagurey. Það vantaði eitt sinn stýrimann á 100 tonna kútter, vélarlaust seglskip, og skólastjóri Stýrimannaskólans var beðinn að benda á mann í Stýrimannaskólanum sem hann áliti hæfastan fyrir stýrimann. Hann valdi Jón Lárusson úr 60 manna hópi, trúði honum best fyrir skipi og mönnum, Jón var þá aðeins 20 ára. Skipið hét Portland, en skipshöfnin 24 menn. Ariðeftir var Jón skipaður stýrimaður á Friðrik hjá Hannesi Hafliðasyni. Jón var afburðafiskimaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.