Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
Hellu á Fellsströnd, Jón fór á ellefta árið um haustið.
Faðir Jóns kvæntist annað sinn um vorið Halldóru
Jónsdóttur frá Brokey, systur Vigfúsar Hjaltalíns í Brokey.
Lárus faðir Jóns fékk til ábúðar 1/4 af Rifgirðingum og flutti
þangað með konu sína. Eftir árið fluttist faðir Jóns í Arney og
þangað fór Jón með honum. Þá var hann ellefu ára og æska hans
búin.
Hann var látinn gæta að fénu, vera í fjósinu og snúast. Kverið
lærði hann í fjósinu, meðan kýrnar átu.
Þegar Jón var kominn á 15. árið var hann mikið á sjónum,
stundum formaður til Stykkishólms. Hann elskaði sjóinn og
bátana og mátti heita að hann væri á sjónum á hverjum degi,
þegar fært var. Annars vann hann öll sveitastörf.
Jón réri um vortíma til fískjar í Höskuldsey með Skúla
Skúlasyni. Jón segir nú frá íbúð þeirra félaga í Höskuldsey:
„Ekki var búðin okkar í Höskuldsey nein sérstök þægindaíbúð:
lítill moldarkofi og var þang úr fjörunni borið upp á hana fyrir
þak. Lak það hverjum dropa, sem kom úr lofti. Var hlaðið upp í
báða enda. Rúmstæðin voru úr grjóti, og þang þar á var
undirsængin. Kodda höfðum við í fletunum og einhverjar
tuskur ofan á okkur. Svo náðu dyrnar inn á milli fletanna.”
Ekkert var matreitt í kofanum, bara hitað kaffí fyrir róðrana. Jón
fór svo á vetrarvertíð undir Jökli með Skúla Skúlasyni úr
Fagurey, síðan fór hann á þilskip sem háseti með Jóni Skúlasyni
í Fagurey. Það vantaði eitt sinn stýrimann á 100 tonna kútter,
vélarlaust seglskip, og skólastjóri Stýrimannaskólans var beðinn
að benda á mann í Stýrimannaskólanum sem hann áliti hæfastan
fyrir stýrimann. Hann valdi Jón Lárusson úr 60 manna hópi,
trúði honum best fyrir skipi og mönnum, Jón var þá aðeins 20
ára. Skipið hét Portland, en skipshöfnin 24 menn. Ariðeftir var
Jón skipaður stýrimaður á Friðrik hjá Hannesi Hafliðasyni. Jón
var afburðafiskimaður.