Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 76

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 76
74 BREIÐFIRÐINGUR Guðmundur Jónasson undir stýri, Guðbjöm Jákobsson í grjótruðningi. væri um vegleysur, um klappir, urðir og móa. Þurfti líka oft að taka til höndum og fjarlægja grjót og annað sem fyrir varð á leiðinni. Bílstjórinn okkar hann Guðmundur var líka með eindæmum rólegur og fær bílstjóri, virtist sem hann æki bara á einu dekki. þar sem þrengst var. Gist var á Stapa fyrstu nóttina. Farið var fyrir jökul á sunnudegi í glampandi sólskini og góðu veðri. Tjaldað var á Sandi og sofið þar næstu nóttina, og við fegin hvíldinni. Á mánudeginum var haldið áfram fyrir Olafsvíkurenni, og varð að sæta sjávarföllum til að komast alla leið. Og synti bíllinn frekar en ók gegnum sjó og leirdrullu. Á heimleiðinni var komið við á bænum Lindarhvoli í Borgarfirði því húsbóndinn þar, Guðbjörn Jakobsson (nýlátinn nú ’81) var með í þessari ferð. Kona hans Cecilia C. Helgason tók þar afar vel á móti okkur.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.