Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 79

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 79
Um látna íDölum 1980 KarítaS HannesdÓttÍV Miklagarði í Saurbæ, andaðist 19. janúar 1980. Hún var fædd í Þurranesi í Saurbæ 16. október 1908. Voru foreldar hennar hjónin Hannes Guðnason og Margrét Kristjánsdóttir, er þar bjuggu. I Þurranesi ólst hún upp til fullorðinsára, í stórum systkinahópi, á meðal 9 systkina, er upp komust. Það má því geta nærri, að oft hefur verið annasamt á því stóra heimili og glatt á hjalla í stórum og glöðum hópi. Ung giftist Karitas eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðbjarti Jóhannssyni, þau voru gefin samanmilli jólaognýárs árið 1930. Fyrstu árin voru þau í húsmennsku hjá öðrum, en árið 1940 hófu þau búskap í Miklagarði, þar sem þau áttu heimili æ síðan, eða um fjögurra áratuga skeið. Þau eignuðust 8 börn, sem öll eru á lífi, fjögur eru búsett í Saurbænum, Reynir á Kjarlaksvöllum, Halldóra á Stóra-Múla, Margrét í Miklagarði og Jóhannes Smári í Litla-Holti, og fjögur syðra, Haukur, Hrafnhildur og Svanhildur í Reykjavík og Hreinn í Sandgerði. Heimilið var því stórt og þurfti mikils við - og oft hefur vinnudagur þeirra hjónanna orðið langur - í önn dagsins -, að framfleyta sínum stóra hópi, og trúlega stundum við lítil efni, og svo var ýmsu að sinna þar fyrir utan oft á tíðum, þegar tekið er tillit til þeirra félagsstarfa, sem Karitas sinnti í verulegum mæli, og þá auðvitað meir á seinni árum ævi sinnar. Karitas var myndarleg húsfreyja, og gestrisin, hlýja og

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.