Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
lézt á Sjúkrahúsinu á Akranesi 78 ára að aldri og var jarðsett í
Hjarðarholti 1. apríl 1980.
Hreinn Heiðar Pálmason, Búðardai,
andaðist 29. febrúar 1980. Heiðar var fæddur að Svarfhóli í
Laxárdal hinn 31. júlí árið 1935. Voru foreldrar hans Pálmi
Finnbogason bóndi þar ogkonahans Steinunn Árnadóttir. Ólst
hann upp í foreldrahúsum á Svarfhóli - ásamt tveimur bræðrum
sínum - til fullorðinsára.
Árið 1958, hinn 29. júní, gekk hann að eiga Víví Kristóberts-
dóttur frá Isafirði, og eignuðust þau tvö börn, Kristóbert Óla og
Diönu Ósk, sem bæði eru í foreldrahúsum.
Þau bjuggu fyrst á Svarfhóli í 3 ár, en fluttu þá til Búðardals,
þar sem Heiðar gerðist starfsmaður hjá Kaupfélagi Hvamms-
fjarðar og síðar hjá Búnaðarbanka íslands, þar sem hann starfaði
síðan óslitið til dauðadags.
Alls staðar var hann hinn trausti og trúi starfsmaður og góði
drengur, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinum hlut. Verk sín
vann hann í anda þeirrar prúðmennsku og þess heiðarleika, sem
einkenndi allt hans líf og framgöngu alla. Hann unni sveit sinni
og héraði, hugurinn var þar ætíð, hann hafði yndi af því að rækta
jörð og hlynna að skepnum, enda sinnti hann ætíð slíku sér til
ánægju, eftir að hann fluttist til Búðardals og gegndi öðrum
störfum. Hann var félagslyndur og sinnti hugðarmálum sínum
einnig á því sviði, var m.a. gó^ur Lionsfélagi, sinnti
löggæzlustörfum um árabil og söng lengi í kirkjukór
Hjarðarholtskirkju og lagði þannig sitt af mörkum til vegsemdar
þeim Drottni, sem við öll þjónum. Enda veit ég, að trú hans á
almætti Guðs var reist á öruggum grunni.
Heiðar var góður starfsmaður að hverju sem hann gekk og
traustur vinur vina sinna, framkoma hógvær og dagfar allt
vingjarnlegt og hlýlegt. Brosið var fagurt og hlýtt, svipurinn