Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 88

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 88
Frá stjórn Breiðfirðingafélagsins Starfsemi Breiðfirðingafélagsins hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Spila- og skemmtikvöld hafa verið í Lindarbæ.Hafa þau verið f]ölsótt og tekist í alla staði vel,- A skemmtinefnd félagsins þakkir skilið fyrir mikil og vel unnin störf. Arshátíð hefur verið haldin undanfarin ár að undanskildum síðasta vetri, þar sem þátttaka var ekki nægileg og er það umhugsunarefni stjórnarinnar, þar sem árshátíðir hafa þótt takast með ágætum á liðnum árum. Dagur aldraðra er fastur liður í starfsemi félagsins. Var hann að venju haldinn í Safnaðarheimili Langholtskirkju á uppstigningardag. Kvennadeild félagsins sá að venju um veitingar. Sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur fluttihugvekju. Síðan voru ýmis gamanmál. Skemmtiferðir hafa ekki verið farnar tvö síðastliðin sumur. Vonandi verður gerð bragarbót þar á. Bridge- og tafldeild hafa starfað með líkum hætti og fyrr. Hafa þær verið virkar í starfi, eða eins og formaðurinn okkar komst einu sinni að orði - verið sem rósir í hnappagati félagsins. Síðan síðasta rit félagsins kom út hafa orðið ritstjóraskipti. Einar Kristjánnson fyrv. skólastjóri á Laugum í Dölum hefur nú tekið við ritstjórn af sr. Arelíusi Níelssyni, sem haft hefur ritstjórn á hendi allt frá árinu 1954. - Er sr. Arelíusi færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. -

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.