Skírnir - 01.04.2011, Qupperneq 10
8
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
í bókinni svaraði Kristján Eldjárn, áður þjóðminjavörður en þá for-
seti Islands, spurningunni hvort hefði verið byggð í landinu áður
en norrænir menn komu þangað. Hann skrifaði:11
Alltaf er hugsanlegt að gamlar sögur fari með rangt mál. Minjarnar eru ann-
ars konar heimildir. Hér á landi hefur fundist fjöldi forngripa og fornminja
frá fyrstu tímum byggðar, vopn, skartgripir, hversdagshlutir, legstaðir, hús-
grunnar. Allt talar þetta því skýra máli að norrænir menn, einkum
Norðmenn, byggðu Island um eða skömmu fyrir 900. Þetta væri auðséð,
þótt engar sögur væru. Aldrei hefur neitt fundist hér í jörðu sem með
vissu bendir til eldri byggðar. Fjórir rómverskir peningar, sem fundist
hafa, geta átt margar skýringar og segja enga sögu. Niðurstaðan er sú, að lík-
urnar fyrir nokkurri byggð á íslandi fyrir landnámsöld eru hverfandi eða
engar. Fornminjar staðfesta hvort tveggja: norrænan uppruna þeirra sem
byggðu ísland og hvenær þeir gerðu það.
Ekki verður sagt að hér ríki vitnisburður Ara eða nokkurra rit-
heimilda yfir öðrum heimildum. Þvert á móti er það staðfesting
fornleifanna sem ræður úrslitum.
Níu árum síðar, 1991, kom út hjá Sögufélagi almenningsfræðslu-
ritið Islandssaga til okkar daga eftir Björn Þorsteinsson og Berg-
stein Jónsson. Þar skrifaði Björn um landnám, 1. kafla sem ber
heitið „Landnám í úthafinu 800-930“. Ekkert 874 þar. Björn byrjar
á staðsetningu og mótunarsögu landsins, fer svo yfir frásögnina um
Ultima Thule, víkingaöld, landvinninga Haralds konungs hárfagra,
sem Björn tímasetur „um 900“. í lok undirkafla um þá segir: „Um
daga Haralds hárfagra herma sagnir að ísland hafi byggst.“ Þá
kemur undirkafli um uppruna fólks og fénaðar, aðallega reistur á
blóðflokkarannsóknum og annarri dýrafræði. Síðan er undirkafl-
inn „Landnám og menjar“, og segir þar frá landnámslaginu sem þá
var tímasett um 900, einnig frá heiðnum gröfum. Þá er undirkafli
um örnefni. Loks á tólftu blaðsíðu kaflans er komið að sögnum um
upphaf byggðar og byrjað á rúnaáletrun austur á Gotlandi þar sem
ísland er nefnt. Hér kemur Ari loks til sögunnar: „I Islendingabók
leitast fyrsti íslenski sagnaritarinn, Ari fróði Þorgilsson (1068-1148)
við að setja íslenskri og norrænni sögu kristið tímatal. Honum veitt-
11 Landnám Islands 1982:41.