Skírnir - 01.04.2011, Page 11
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
9
ist það auðvelt um sína daga, en málið varð þjóðsagnakennt, þegar
kom aftur á 10. öld.“ Þá er birt klausa úr Islendingabók um upphaf
landnámsaldar „í þann tíð ... er Ivar Ragnarssonur loðbrókar lét
drepa Eadmund hinn helga Englakonung ... sjö tigum vetra hins
níunda hundraðs eftir burð Krists". Loks er klykkt út um Islend-
ingabók: „Þetta var þjóðsaga, en við vitum ekki betur.“12
Hér eru fornminjar settar í forgrunn, í tengslum við náttúru-
minjar eins og landnámslagið, svo langt sem þær ná. Þessi nýstárlega
nálgun Björns var ekki meiri ögrun við fræðasamfélagið en svo að í
ritdómi í Sögu er hún nefnd sem frumleg og óvænt aðkoma að
margskrifuðu efni.13
í umræðu sagnfræðinga var tímatali Ara hafnað eindregið í grein
Helga Skúla Kjartanssonar, „Landnámið eftir landnám“ sem birtist
í Nýrri Sögu árið 1997, þegar landnámslagið hafði nýlega verið ár-
sett 871 ± 2 ár. Helgi Skúli byrjar grein sína:14
Lengi létum við Islendingabók og Landnámu duga til þess að láta svo heita,
að við ættum ritheimildir um sögu landsins frá upphafi. En þótt einhverjar
samtímaheimildir séu til sem skipta máli um elstu sögu íslands (varla þó
nema Dicuilus, sá sem vissi til þess að um 800 hefðu einsetumenn tínt lýs
úr skyrtum sínum við ljóma miðnætursólar norður á Thule), þótt vel megi
vera að einhver kveðskapur sé varðveittur sem að stofni til sé ortur af fyrstu
kynslóðum íslendinga, og þótt eitthvað af munnmælaefni íslenskra fornrita
eigi vafalaust rætur að rekja til elstu byggðar í landinu — þá er það ekki
nóg. Bæði hefur raunsærri gagnrýni gjörbreytt mati okkar á heimildargildi
fornrita, og svo hafa orðið framfarir á öðrum sviðum (ekki síst í fornleifa-
fræði) sem stæla okkur til að horfast í augu við takmarkanir ritheimildanna.
í framhaldi af þessu færði Helgi Skúli rök að því að landnám ís-
lands hefði gerst í tveimur lotum sem hefðu að vísu skarast eitthvað.
í fyrri lotunni hefðu menn flust til landsins með búfé og lifað á
veiðum meðan því var að fjölga upp í að standa undir nægum bú-
skap. í hinni seinni hafi landnemar getað keypt búfé eftir að þeir
komu til landsins. Aðeins í seinni lotunni taldi hann sennilegt að
12 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson 1991: 11-22.
13 Gunnar Karlsson 1991: 219-220.
14 Helgi Skúli Kjartansson 1997: 22.