Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2011, Page 11

Skírnir - 01.04.2011, Page 11
SKÍRNIR UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI 9 ist það auðvelt um sína daga, en málið varð þjóðsagnakennt, þegar kom aftur á 10. öld.“ Þá er birt klausa úr Islendingabók um upphaf landnámsaldar „í þann tíð ... er Ivar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung ... sjö tigum vetra hins níunda hundraðs eftir burð Krists". Loks er klykkt út um Islend- ingabók: „Þetta var þjóðsaga, en við vitum ekki betur.“12 Hér eru fornminjar settar í forgrunn, í tengslum við náttúru- minjar eins og landnámslagið, svo langt sem þær ná. Þessi nýstárlega nálgun Björns var ekki meiri ögrun við fræðasamfélagið en svo að í ritdómi í Sögu er hún nefnd sem frumleg og óvænt aðkoma að margskrifuðu efni.13 í umræðu sagnfræðinga var tímatali Ara hafnað eindregið í grein Helga Skúla Kjartanssonar, „Landnámið eftir landnám“ sem birtist í Nýrri Sögu árið 1997, þegar landnámslagið hafði nýlega verið ár- sett 871 ± 2 ár. Helgi Skúli byrjar grein sína:14 Lengi létum við Islendingabók og Landnámu duga til þess að láta svo heita, að við ættum ritheimildir um sögu landsins frá upphafi. En þótt einhverjar samtímaheimildir séu til sem skipta máli um elstu sögu íslands (varla þó nema Dicuilus, sá sem vissi til þess að um 800 hefðu einsetumenn tínt lýs úr skyrtum sínum við ljóma miðnætursólar norður á Thule), þótt vel megi vera að einhver kveðskapur sé varðveittur sem að stofni til sé ortur af fyrstu kynslóðum íslendinga, og þótt eitthvað af munnmælaefni íslenskra fornrita eigi vafalaust rætur að rekja til elstu byggðar í landinu — þá er það ekki nóg. Bæði hefur raunsærri gagnrýni gjörbreytt mati okkar á heimildargildi fornrita, og svo hafa orðið framfarir á öðrum sviðum (ekki síst í fornleifa- fræði) sem stæla okkur til að horfast í augu við takmarkanir ritheimildanna. í framhaldi af þessu færði Helgi Skúli rök að því að landnám ís- lands hefði gerst í tveimur lotum sem hefðu að vísu skarast eitthvað. í fyrri lotunni hefðu menn flust til landsins með búfé og lifað á veiðum meðan því var að fjölga upp í að standa undir nægum bú- skap. í hinni seinni hafi landnemar getað keypt búfé eftir að þeir komu til landsins. Aðeins í seinni lotunni taldi hann sennilegt að 12 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson 1991: 11-22. 13 Gunnar Karlsson 1991: 219-220. 14 Helgi Skúli Kjartansson 1997: 22.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.