Skírnir - 01.04.2011, Page 12
10
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
fólk af tignum uppruna hefði flust til landsins, til dæmis þeir af-
komendur Bjarnar bunu sem er sagður forfaðir alls stórmennis á
landinu. Þá ályktar Helgi Skúli, af búsetuleifum undir landnáms-
lagi í Vestmannaeyjum og Reykjavík, einnig af gróðurbreytingum
sem frjókornarannsóknir hafa leitt í ljós, að búskapur hafi hafist í
landinu „einhverjum áratugum áður“ en landnámslagið féll. „Tíma-
tal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli og giskar
jafnvel á að fyrri lotu landnáms hafi verið að ljúka um 870.15
Þessi skoðun Helga Skúla var ekki þögguð meira en svo að
greinin var birt í tímariti sem Sögufélag gaf út undir ritstjórn
sagnfræðinga. Ekki veit ég til að nokkur sagnfræðingur eða forn-
leifafræðingur hafi andmælt henni; einu andmælin sem ég þekki
komu úr tölvu jarðfræðingsins Karls Grönvold í grein sem hann
skrifaði á íslensku um aldur landnámslagsins. Þar dró hann í efa að
fundist hefðu í Vestmannaeyjum eða Reykjavík mannvistarleifar
sem væru örugglega eldri en landnámslagið. Jafnvel væri ósannað
að nokkurt öskulag hefði fundist í rústunum í Vestmannaeyjum.
Og þótt hér kynnu að finnast mannvistarleifar neðan landnámslags
minnti Karl á sögur af pöpum og norrænum landkönnuðum fyrir
upphaf landnáms og sagði: „Samkvæmt Islendingabók, Landnámu
og írskum heimildum voru því mannaferðir á íslandi fyrir 870 —
jafnvel þó Ari sé tekinn bókstaflega og Ingólfur hafi komið til lands-
ins í sinni seinni og seinustu ferð 870.“16 Karl hélt þannig við þeim
góða sið jarðfræðinga, sem má að minnsta kosti rekja til Sigurðar
Þórarinssonar ef ekki Þorvalds Thoroddsen, að verja heimildargildi
fornsagna gegn atlögum sagnfræðinga. Blygðunarlaust virðingar-
leysi Helga Skúla fyrir hefðarveldi Ara birtist kannski allra skýrast
í svari hans við viðbrögðum Karls þegar hann segir:17 „En raunar er
það svo um Ara fróða, rétt eins og okkur Karl sjálfa, að það eru ekki
svo mjög fræðimennirnir sem er í heilu lagi betur eða miður treyst-
andi, heldur einstakar niðurstöður þeirra eða ályktanir."
Fornleifafræðingar hafa auðvitað ekki síður en sagnfræðingar
sett fram skoðanir um upphaf landnáms á Islandi í meira og minna
15 Helgi Skúli Kjartansson 1997: 26-32.
16 Karl Grönvold 2000: 20.
17 Helgi Skúli Kjartansson 2001: 96.