Skírnir - 01.04.2011, Síða 13
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
11
trássi við ummæli íslendingabókar og Landnámabókar. Minna má
á Margréti Hermanns-Auðardóttur sem vildi flytja landnámslagið,
og þar með upphaf byggðar á Islandi, aftur á sjöundu öld vegna þess
hve hár aldur kom út úr geislakolsmælingum á sýnum í grennd við
það í Herjólfsdal.18 Niðurstöðum hennar hefur vissulega verið and-
mælt, einna minnisstæðast af Sveinbirni Rafnssyni, en það var vegna
aðferða hennar en ekki af tryggð við Ara fróða eða neinar ritheim-
ildir.19 Þá má nefna að lið fjögurra fornleifafræðinga hefur lýst
byggingarleifum frá því fyrir landnámsgos í Reykjavík og það án
þess að nefna Ara á nafn.20
Hér er auðvitað ekki allt talið, en þetta nægir til að sýna að upp-
haf byggðar á landinu hefur verið mjög í umræðu meðal fræði-
manna og mikil fjarstæða að tímasetning Ara eða Landnámabókar
hafi ríkt yfir henni.
Örkol við Aðalstrœti
í síðustu grein sinni í Skírni segir Páll Theodórsson frá rannsóknar-
niðurstöðum sem voru birtar sem viðauki við skýrslu Fornleifa-
stofnunar Islands um rannsókn hennar á útjöðrum skálans við
Aðalstræti sumarið 2003, Excavations at Aðalstræti, 2003, í útgáfu
H.M. Roberts. Höfundur viðaukans heitir Alex Chepstow-Lusty
og skýrsla hans „High resolution pollen and microcharcoal analysis
from a Viking Period skáli at Aðalstræti, Reykjavik, Iceland: Evi-
dence of pre-Landnam settlement? (April, 2003).“21 Eins og segir í
titli taldi höfundur í jarðvegssýnum bæði frjókorn og það sem hann
kallar microcharcoal en Páll Theodórsson hefur þýtt ágætlega sem
örkol á íslensku. En örkol eru það sem við köllum í daglegu tali sót,
eins og Páll segir, „agnarsmá viðarkolakorn, örkol (um 0,1 mm í
18 Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989: 45-70.
19 Sveinbjörn Rafnsson 1990: 153-162.
20 Roberts o.fl. 2003: 222-225,230-231.
21 Chepstow-Lusty 2004: 55-72. Ég spara mér framvegis að vísa til skýrslunnar um
hvert atriði sem ég sæki til hennar, tilfæri aðeins blaðsíðutöl innan sviga þar sem
ég birti orð höfundar sjálfs. En við lesturinn finnst mér gott til skilnings að skoða
samtímis lýsingu höfundar á bls. 57-64 og teikningar hans af sömu niðurstöðum
á bls. 65-72.