Skírnir - 01.04.2011, Page 15
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
13
örkol eru varla í stórum brotum, enda kallar hann þetta sama í
niðurstöðukafla „stór brot af viðarkolum“.24 Á teikningu sýnir höf-
undur síðan mismikið örkolamagn allt upp að yfirborði sniðsins,
en það skiptir okkur tiltölulega litlu máli hér. Vegna spurningar-
innar um upphaf mannvistar á staðnum sé ég ekki að austursniðið
veiti neinar upplýsingar sem norðursniðið gerir ekki betur, og er
austursniðið því úr sögunni.
Norðursniðið (S 105) náði niður á 35 cm dýpi, þar af 28 neðan við
landnámslag. Þar fóru að koma í ljós „stór brot af viðarkolum"25 á
16 cm dýpi, þ.e. 9 cm fyrir neðan landnámslag. Þau héldu svo áfram
að koma fyrir upp eftir sniðinu mismikið, þó engin á 12 cm dýpi.
Um landnámslagið vex örkolamagn mikið en minnkar svo aftur án
þess að hverfa svo lengi sem sniðið var tekið í óhreyfðri mold.
I Skírnisgrein sinni fjallar Páll Theodórsson aðeins um vestur-
sniðið S 106 og segir að mest af örkolum hafi fundist þar. Elstu ör-
kolin fundust 3 cm fyrir neðan landnámslag. Aldur kyndingar og þar
með búsetu á staðnum er þá kominn undir því hve langan tíma hefur
tekið að mynda þetta 3 cm þykka lag. Páll hefur eftir Margréti
Hallsdóttur jarðfræðingi að jörð í Vatnsmýrinni sunnan við Reykja-
víkurtjörn hafi þykknað um 3,6 cm á öld á milli öskulaga frá 870 og
1485.26 Hins vegar hafi jarðvegsþykknun víðast verið hægari fyrir
870; í Skagafirði hafi hún þá aðeins verið 1 cm á öld. Ekki vísar Páll
í heimild um það en hlýtur að styðjast við grein eftir Grétar
Guðbergsson. En þar kemur raunar fram að þykknunarhraðinn 1
cm á öld (0,1 mm á ári) á aðeins við tímann fyrir Heklugos sem
skildi eftir sig gjóskulagið H3 fyrir 2.800 árum. Þaðan og til land-
náms þykknaði jarðvegur helmingi hraðar, og frá landnámi til 1104
um 7 cm á öld.27 Af þessu áætlar Páll að jarðvegur hafi þykknað um
2 cm á öld í Reykjavík fyrir 870 þannig að 3 cm jarðlag hafi mynd-
24 Á frummálinu (64): „large fragments of charcoal".
25 Á frummálinu (62): „large fragments of charcoal".
26 Sbr. Margrét Hallsdóttir 1987: 19, 22.
27 Grétar Guðbergsson 1996: 37. Grétar fann landnámslagið að vísu ekki í Skaga-
firði og studdist því við viðarkolalag sem hann rakti til skógarbrennslu við land-
nám. Övissan um það breytir litlu um þykknunarhraða á tímabilinu fyrir
landnám því að það er svo langt. Hins vegar gerir það nokkuð ótrausta áætlunina
um þykknunarhraða milli landnáms og 1104.