Skírnir - 01.04.2011, Síða 21
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
19
Þá nefnir Páll byggfrjó sem hafa fundist á nokkrum stöðum undir
landnámslaginu og hafa verið talin vitna um kornyrkju, „í Skálholti
og Vatnsmýrinni“, segir hann og vísar í ritgerð Margrétar Hallsdóttur
frá 1987, Pollen Analytical Studies.42 Að vísu er þetta ekki hárrétt.
Það var Þorleifur Einarsson sem kannaði frjókorn í jarðvegssniði frá
Skálholti og fann ekki frjó af kornstærð fyrr en „með landnámi“ og
á þá vafalaust við landnámslagið, þótt það hafi þá ekki verið tímasett
eins nákvæmlega og nú. Hjá Þorleifi kemur líka fram að ekki sé hægt
að greina í sundur frjó af byggi og íslensku melgresi.43 Af því leiðir
að seint verður ályktað af einstökum kornfrjóum sem finnast undir
landnámslagi að þau séu af ræktuðu korni, þótt vel megi eigna korn-
yrkju mikla og skyndilega fjölgun kornfrjóa á ákveðnum stað.
Margrét Hallsdóttir hefur líklega orðið fyrst til þess að greina korn-
frjó undir landnámslaginu, í Vatnsmýri í Reykjavík og nálægt Mos-
felli í Grímsnesi. Auk þess fann hún undir landnámslaginu í botnlagi
í Svínavatni í Grímsnesi frjó fleiri plantna sem venjulega fylgdu
manninum. Margrét gerði þó lítið úr að þetta væru merki um mann-
vist fyrir tíma landnámsaldar, eins og hún var skilgreind þá. Hún segir
að kornfrjó geti komið fyrir í náttúrulegu umhverfi, og á þá líklega við
melgresi, auk þess sem þau geti hafa borist langt að.44 Á Hrísbrú í
Mosfellssveit hafa nýlega fundist kornfrjó rétt fyrir neðan land-
námslag.45 Loks fann Chepstow-Lusty nokkur frjó af kornfrjóastærð
í jarðvegssniðum sínum í Reykjavík, bæði í botni vestursniðsins S
106, 11 cm neðan við landnámslag og 8 cm neðan við neðstu sót-
minjarnar í sniðinu, og á 20 cm dýpi í norðursniðinu, 13 cm neðan við
landnámslag. (Þótt reiknað væri með 15 cm jarðvegsþykknun á öld
yrðu þessi frjó ekki yngri en frá því um 780-800.) Chepstow-Lusty
datt í hug að þau kynnu að hafa borist á staðinn með vindi en taldi það
þó ólíklegt. Loks klykkir hann þessa umræðu út í niðurstöðukafla
með því að segja að tilvist þessara stóru frjókorna kunni að eiga sér
náttúrulegar orsakir án þess að skýra það nánar.46
42 Páll Theodórsson 2010: 516.
43 Þorleifur Einarsson 1963: 449, 454^155.
44 Margrét Halisdóttir 1987: 34 („be a result of long distance transport").
45 Hrísbrú in Mosfellsdalur. Polien percentage diagram (selected taxa).
46 Chepstow-Lusty 2004: 56, 57, 61, 64 („may also occur naturally").