Skírnir - 01.04.2011, Page 22
20
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
Fræðimenn eru tregir til að álykta að kornfrjó hafi borist frá út-
löndum á annan hátt en af mannavöldum. Það kann að krefjast ólík-
legra tilviljana að slíkt gerist, en ef við hugsum um þær milljónir og
aftur milljónir frjóa sem yfirgefa feður sína í löndunum handan
hafsins á hverju sumri virðist ekki ólíklegt að örfá þeirra berist upp
í háloftavinda sem flytji þau til Islands, eða að þau lendi í innyflum
fugla sem losa sig við þau þegar þangað er komið. Eftir því sem ég
veit best hefur megnið af jurtaríki landsins borist þangað, án til-
verknaðar manna, eftir lok síðustu ísaldar, fyrir aðeins um tíu til
tólf þúsundum ára, á aðeins tíföldum byggingartíma landsins. Til
þess dugði auðvitað ekki að þangað bærust frjó heldur þroskuð fræ,
margfalt stærri og þyngri. Þessu varpa ég aðeins fram til umhugsunar
og bíð eftir rannsókn einhvers sem hefur vit á efninu.
í Skírnisgrein sinni 2009 nefndi Páll Theodórsson það enn sem
rök fyrir skoðun sinni á landnámstímanum að víða um land finnist
merki um mannvist á áratugunum 870-900, flest aldursgreind með
geislakolsmælingu á beinum með lágan foraldur. Hann telur að land
hafi sýnilega verið numið á þessum stöðum „allnokkru fyrr en ald-
ursgreiningarnar sýna. Enginn frumbýlisbragur hefur verið á bú-
skaparháttunum í Mývatnssveit, að bláskelin skuli vera sótt til
byggðarlags í að minnsta kosti 60 km fjarlægð.“47 Það er vissulega
rétt að landnám virðist hafa farið merkilega hratt fram og nokkurn
veginn samtímis í ólíkum hlutum landsins. En er það ekki skynvilla
okkar að horfa á tímann í nokkurs konar fjarvídd og finnast að allt
hljóti að hafa tekið lengri tíma í gamla daga? Prófum að gera ráð
fyrir að stöðugir fólksflutningar til íslands hafi byrjað um 870.
Segjum svo að fréttir af brottflutningnum og tækifærum í nýja land-
inu hafi borist þannig út um Noreg og norskar nýbyggðir á Bret-
landseyjum að á hverju þriggja ára bili legðu af stað (og næðu alla
leið) tvisvar sinnum fleiri en á næsta þriggja ára tímabili á undan,
útflutningurinn tvöfaldaðist á hverjum þremur árum. Það jafngildir
því að eitt heimili fari árið 870, tvö árið 873, fjögur árið 876, átta
árið 879, sextán árið 882, 32 árið 885, 64 árið 888,128 árið 891, 256
árið 894. Þá eru landnámsmenn (heimilisfeður) strax orðnir um 500,
47 Páll Theodórsson 2009: 266-268.