Skírnir - 01.04.2011, Page 25
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
23
unum. Hér fæst því engin sönnun þess að neitt sýni sé af viði sem
hafi vaxið fyrir miðja níundu öld.
I síðustu grein sinni vísar Páll Theodórsson í tölfræðilegt forrit,
OxCal, sem sýni „hverjar líkurnar séu fyrir því að birkið, sem viðar-
kolin voru komin af, hafi vaxið eftir 870. Líkurnar eru lægri en 20%
fyrir eldri helming sýnanna, og lægri en 2% fyrir fimm elstu sýnin
(af alls 43).“ Um þetta vísar Páll til Guðmundar Guðmundssonar
tölfræðings sem hafi ályktað „að hluti sýnanna væri eldri en frá
870“.52 Hér gerir Páll mig, gamlan íslenskufræðing, auðvitað heima-
skítsmát með lærdómi sínum. En mér vill það til að ekki var verið
að spyrja um hvort birkið hefði vaxið fyrir eða eftir 870 heldur
hvort það hefði vaxið svo seint að líklegt væri að fólk hefði brennt
því eftir um það bil 870. Það útilokar tölfræðingurinn ekki.
Þó að óvissan í mælingarniðurstöðum geti kannski skýrt hvers
vegna einstök sýni gefi svona háan aldur skýrir hún ekki, ef hún er
gersamlega tilviljunarkennd, hvers vegna miðpunktar mælda ald-
ursins, sem Páll birtir, verða svona oft fyrr en búist var við en svo
sjaldan síðar. Hvers vegna komu flest sýni niður á áttundu öld ef
það var ekki fyrr en eftir miðja níundu öld sem sýnin voru brennd?
Svarið er einfaldlega það að brennt birki reynist gefa of háan geisla-
kolsaldur. Um þetta hafa lengi verið grunsemdir, en skýrast var sýnt
fram á það í tvennum mælingum á síðasta áratug síðustu aldar. Ann-
ars vegar var rannsókn Guðmundar Ólafssonar á aðsetri manns í
Víðgelmi í Hallmundarhrauni sem hafði brennt birki sem mældist
grunsamlega miklu eldra en hellirinn þar sem það brann og kýrin
sem var snædd við ylinn frá eldinum.53 Hins vegar var skipulegur
samanburður á geislakolsaldri viðarkola og byggkorna úr sama
mannvistarlagi í Reykjavík þar sem viðarkolin gáfu að meðaltali 110
árum hærri aldur.54 Páll Theodórsson dæmdi þessar mæling-
arniðurstöður úr leik í grein sinni 2009. Guðmundur Ólafsson hefði
aðeins látið mæla eitt viðarsýni og hlyti niðurstaðan að vera röng úr
því að hún kæmi ekki heim við aðrar staðreyndir. Byggkornin hlytu
52 Páll Theodórsson 2010: 518.
53 Guðmundur Ólafsson 2000: 125-139.
54 Árný E. Sveinbjörnsdóttir o.fl. 2004: 387-393. Miðað er við ártöl sem eru gefin
upp í myndriti 4 á bls. 393, árið 780 fyrir viðarkolin en 890 fyrir byggið.