Skírnir - 01.04.2011, Page 29
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
27
höfðu fundist á íslandi grafir yfir 300 manns sem hafa verið taldar
frá því fyrir kristnitöku. Þar virðist ekki ein einasta vera frá því fyrir
víkingaöld. Aðeins í einu kumli hafa fundist gripir sem væru taldir
frá fyrri hluta níundu aldar ef þeir hefðu fundist á Norðurlöndum,
sagði Kristján Eldjárn, annars er allt haugfé Islendinga frá því um eða
eftir 900.66 Og auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að einn og einn
sé jarðaður með gamlan skartgrip. Páll Theodórsson hefur reynt að
verja kenningu sína gegn þessu og spyr:67 „En getum við verið viss
um að fyrstu kynslóðir landnemanna hafi sett dýrmæta skartgripi og
vopn í kumlin?" Væntanlega ekki. En það finnast engar húsarústir
frá því fyrir víkingaöld heldur. í rústum frá víkingaöld og síðar ger-
ist það víða að yngri hús eru byggð ofan á eldri húsum án þess að
grunnar þeirra séu fjarlægðir gersamlega þannig að eitt lag húsa
liggur ofan á öðru. Einna lengst sést þessi siður hafa gengið á
Bergþórshvoli í Landeyjum þar sem fundust ekki færri en 50 gólf
eftir þúsund ára búsetu á staðnum, að vísu ekki öll í lóðréttri röð,
eitt ofan á öðru, heldur í flóknu kraðaki af byggingarleifum.68 Sam-
kvæmt kenningu Páls Theodórssonar hafa íslendingar ekki aðeins
gerbreytt um grafsiði á níundu öld, þeir hafa snarbreytt húsabygg-
ingarháttum sínum líka.
Enn eitt vandamál er að sýnin sem áttu eftir að geislakolsmælast
frá áttundu og jafnvel sjöundu öld voru tekin svo nálægt land-
námslaginu að næstum óhjákvæmilegt virðist að þau séu frá nokk-
urn veginn sama tíma. Hér er ekki rúm til að rekja þetta nákvæm-
lega, en best sést það á því að Margrét Hermanns-Auðardóttir sá
þann kost vænstan að flytja landnámslagið að minnsta kosti 200 ár
til baka í tíma, frá því um 900 (eins og það var tímasett þá) til sjö-
undu aldar.69 Margrét hefur gert sér ljóst að ekkert rúm var í mann-
vistarminjum í Herjólfsdal fyrir tveggja alda búsetu fyrir land-
námsgos. Aldalöng búseta í landi án nokkurra minja, annarra en
geislakols í viðarkolum á tveimur stöðum á landinu, verður að telj-
ast býsna ósennileg.
66 Kristján Eldjárn 2000: 255, 473.
67 Páll Theodórsson 2009: 272.
68 Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson 1952: 16-38.
69 Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989: 64, 70.