Skírnir - 01.04.2011, Page 30
28
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
Auðvitað getur eitthvað átt eftir að finnast í jörð sem bendi til
mannvistar einhvers staðar á landinu fyrir víkingaöld, jafnvel sanna
hana. En sagnfræði verður að byggjast á því sem hefur fundist
hverju sinni, ekki því sem kann að eiga eftir að finnast.
Loks má nefna að útlendar ritheimildir benda engan veginn til
þess að Island hafi verið byggt fólki fyrr en á víkingaöld. Kristnir og
skrifandi Evrópubúar höfðu öldum saman þekkt sagnir um eyjuna
Thule sem væri langt fyrir norðan Bretlandseyjar. írskur munkur
búsettur í ríki Karlamagnúsar Frakkakeisara skrifaði árið 825 lat-
ínurit sem heitir De mensurae orbis terrae (Um mælingu jarðkringl-
unnar). Þar sagði hann frá eyjum fyrir norðan Bretland, meðal
annars Thule: „Um þá stöðugt óbyggðu ey tók Isidorus svo til orða
... „Thyle, fjarlægasta ey hafsins ...““ Síðan vitnar Dicuilus til fleiri
höfunda en kemur loks að eigin kynnum af eynni og segir að klerkar
hafi sagt sér fyrir þrjátíu árum frá því að þeir hafi dvalist á eynni frá
febrúarbyrjun til ágústbyrjunar. Lýsing þeirra á næturbirtunni um
sumarsólstöður er alþekkt. Það var svo bjart að hægt var að tína lýs
úr skyrtu sinni um miðnætti. Eftir eins dags siglingu í norður frá
eynni fundu þeir frosið haf. Þá segir Dicuilus frá eyjaklasa sem væri
nær Bretlandi, og mátti ná þangað á tveimur sólarhringum. Hann
lýsir þessum eyjum svo að varla fer hjá því að þar sé átt við Færeyjar;
eyjarnar voru aðgreindar af mjóum sundum, og þar var sauðkinda-
mergð sem kemur vel heim við það nafn sem Færeyjar fengu.70
Lengi hefur verið talið sennilegast, jafnvel víst, að Thule þessarar
frásagnar sé ísland, enda er ekkert annað stórt land á milli Færeyja
og hafísrandarinnar. Hér er því heimild um að kristnir íbúar Bret-
landseyja um aldamótin 800 hafi talið landið stöðugt óbyggt.
Tvœr vaktir
Það kom í minn hlut á starfsferli mínum að endurnýja í ýmsu formi
yfirlitsfróðleik um sögu íslendinga, fyrir skólanemendur, útlenda
túrista og Islandsáhugamenn, einnig íslenskan almenning. I þeirri
iðju er óhjákvæmilegt að vera nokkuð gagnrýninn á tilraunir fræði-
70 „ísland í erlendum miðaldaheimildum" 1958: 455-459.