Skírnir - 01.04.2011, Page 31
SKÍRNIR
UPPHAF MANNAFERÐA Á ÍSLANDI
29
manna til setja fram nýjar kenningar og túlkanir. Áhersla háskóla-
heimsins á frumrannsóknir og nokkuð árásargjörn menning sem
þar ríkir veldur því að oftast er offramboð af tilraunum til að finna
eitthvað sem kollvarpar eldri skoðunum. Ef öllu því nýjasta væri
ævinlega hleypt inn í yfirlitsritin mundi saga viðfangsefnisins leysast
upp í einber ágreiningsefni og tilgátur. Yfirlitssagnfræðingurinn er
því dæmdur til nokkurrar íhaldsemi, þótt auðvitað séu líka takmörk
fyrir því hve lengi er skynsamlegt að halda sig við það gamla. Oll
saga verður að endurnýja sig að einhverju leyti.
Páll Theodórsson hefur tekið sér stöðu á annarri vakt, að svip-
ast um eftir vitnisburðum um einhverja róttækustu endurnýjun Is-
landssögunnar sem maður getur hugsað sér, að lengja hana um aldir.
Þar hljóta ólíkar vinnureglur að eiga best við, að vera móttækilegur
fyrir nýstárlegum hugmyndum, jafnvel illa rökstuddum, og finna í
lengstu lög rök til að taka þær gildar, þótt þar hljóti líka að vera tak-
mörk fyrir því hve galopinn sé skynsamlegt að vera.
En því segi ég þetta að ég held að frjósöm, skapandi sagnfræði-
umræða gerist gjarnan í átökum þessara tveggja vakta, þeirrar sem
leitar nýjunga og þeirrar sem stendur vörð við inngöngudyr yfir-
litssögunnar. Því get ég ekki annað en metið og virt framtak Páls
Theodórssonar um leið og ég er honum gersamlega ósammála.
Eitt getum við Páll þó verið sammála um: að fróðlegt væri að
stunda meiri geislakolsrannsóknir á íslensku efni. Ég held raunar að
nærtækasta verkefnið á þeim vettvangi sé að nota vitneskju okkar um
tímasetningu gjóskulaga frá sögulegum tíma til þess að prófa gildi
geislakolsmælinganna á ólíku efni frá ólíkum tímum og ólíkum
stöðum. Þannig væri dæminu snúið við: í stað þess að spyrja til-
raunasýnin um aldur væru sýni með trúverðugt fæðingarvottorð frá
gjóskulögum látin svara spurningum um áreiðanleika og nákvæmni
mælinganna. Þetta hefur verið gert í litlum mæli. Segja má að saman-
burðurinn á aldursmælingum birkisins og beinanna úr Víðgelmi sé
af þessu tagi, einnig á viðarkolunum og byggkornunum í Reykjavík.
Þá hefur Hreinn Haraldsson gert lítt þekkta mælingu á mó sem
liggur á milli tveggja gjóskulaga frá þekktum sögulegum tíma í
Landeyjum, 1485 og 1510. Utkoman var sú að gjóskulagarann-
sóknum og geislakolsmælingum bæri nokkurn veginn saman, en