Skírnir - 01.04.2011, Page 36
34
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
og hér verður þýðing þeirra ekki véfengd: þau voru varanleg for-
senda þess sem Halldór lagði til málanna um miðaldafræði almennt
og íslenzkar fornbókmenntir sér í lagi. En eins og á fleiri sviðum
aðlagaði Halldór það sem hann sótti í annarra smiðjur sínum eigin
áformum og sjónarmiðum. I því samhengi sem hér er til umræðu
stendur hann að vissu leyti nær síðari túlkunum en þeim sem áhrifa-
mestar voru á öðrum og þriðja fjórðungi tuttugustu aldar. Ástæða
er m.ö.o. til að gefa meiri gaum að skyldleika hans við þá sem
skrifað hafa — og deilt — um mannfræðilegt (frekar en stofnana-,
atburða- eða jafnvel persónusögulegt) heimildargildi fornsagnanna.
Hér er þó ekki, hvað Halldór snertir, átt við mannfræði í venju-
legum akademískum skilningi („cultural anthropology" og „social
anthropology", svo að notuð séu viðtekin engilsaxnesk heiti): þessi
fræðigrein skiptir nær engu máli fyrir hugleiðingar Halldórs um
fornsögurnar. Ef réttmætt er hins vegar að tala um sögulega mann-
fræði í svo víðum skilningi að henni tilheyri m.a. söguspeki Speng-
lers, má telja fornsögutúlkun Halldórs til þess háttar rannsókna.
Hann vitnar að vísu aldrei í Spengler í þeim textum sem hér verða
teknir til athugunar, en áhrifa frá Der Untergang des Abendlandes,
sem Halldór hafði þaullesið á þriðja áratugnum, gætir þar eigi að
síður.2 Viðfangsefnið er menningarheimurinn á bak við fornsög-
urnar, og leið Halldórs til betri skilnings á honum er ekki óskyld
þeirri nálgun sem í mannvísindum síðari áratuga gengur undir nafn-
inu „siðmenningargreining“ (civilizational analysis).
Túlkunaraðferð Halldórs er auðvitað með sérstöku og óhefð-
bundnu sniði. Vésteinn Ólason kallar hana „skáldfræðimennsku",
og virðist ekki óviðeigandi: Halldór var óumdeilanlega sjálfstæður
og skarpskyggn fræðimaður á þessu sviði, en greining hans á menn-
ingarheimi íslenskra miðalda er blönduð ímyndunarafli sagna-
meistarans sem aldrei vék úr aðalhlutverki. Því má svo bæta við að
skáldskapur og fræðimennska tengjast ekki alltaf á sama hátt, og
sambúðin er ekki alltaf jafn auðveld. Stundum er skáldað í eyðurnar,
stundum eru fræðilegar túlkanir settar fram í skáldlega ofsögðu
2 Um áhrif Spenglers á Halldór fjallaði höfundur þessarar greinar í Skírni fyrir þrem
árum; sjá Jóhann Pál Árnason 2007.