Skírnir - 01.04.2011, Page 37
SKÍRNIR HALLDÓR LAXNESS OG ... 35
formi, og stundum kemst heildarmyndin nær því að vera skáld-
skapur. Fræðimennskan er líklega sjálfstæðust í „Minnisgreinum
um fornsögur", en um sama leyti tekur Flalldór af öll tvímæli um
það að sem skáld hafi hann annan og betri aðgang að fornsögunum
en fræðimenn (að þessu verður nánar vikið síðar í ritgerðinni).
Skáldskapurinn virðist ná algerum yfirtökum í „Fíarmleik Dana á
sextándu öld“, síðustu ritsmíð Fíalldórs sem fjallar — öðrum þræði
— um íslenska miðaldamenningu. Þar jaðrar lýsingin á landnámi,
kristnitöku og menningarþróun eftir 1000 við sögulega skáldsögu.
Landnáminu er lýst þannig að til Islands hafi flutt bókvísir kristnir
menn frá Bretlandseyjum, sem þar höfðu fjarlægst norrænan upp-
runa sinn svo mjög að þeir voru orðnir að nýrri þjóð; þeir urðu yfir-
sterkari á Alþingi og knúðu fram kristnitöku. Þessi texti er mestallur
í svipuðum stíl, og þarf ekki að ræða hann nánar hér.
Minnisgreinar umfornsögur
Heilsteyptustu og ýtarlegustu myndina af fornnorrænum menn-
ingarheimi (þó ekki alveg þverstæðulausa) er að finna í „Minnis-
greinum um fornsögur", sem Halldór birti 1946 og hafði lokið árið
áður, en ugglaust unnið að um nokkurt skeið. I sama ritgerðasafni
birti hann einnig „Eftirmála við Brennunjálssögu“, skrifaðan 1945,
sem gerir mjög lítið úr afrakstri fræðilegra rannsókna á Njálu. Um
hana hefur að áliti Halldórs „margt verið ritað og er því miður fæst
af því til þess fallið að auka skilníng almenníngs á ágæti þessa skáld-
verks“, ekki aðeins vegna þess að það sé óaðgengilegt, heldur er um
grundvallarveikleika að ræða: „Almennar niðurstöður fræðimanna
um bókina hafa ... verið mjög út í hött, sem ekki er að furða, þar sem
fræðimenn hafa yfirleitt ekki áttað sig á hverskonar bókmenntir
þetta voru ..." Að vísu segir Halldór þann tíma „liðinn að menn
rugla þessu skáldverki saman við sagnfræði, þó vitaskuld sé bókin
öll mikil heimild um menningarsögu þrettándu aldar ...“3; en
fræðimenn hafa — að Einari Ólafi Sveinssyni einum undanskildum
— ekki gert sér grein fyrir þýðingu þessara umskipta. Það fer ekki
3 Halldór Laxness 1946a: 361, 360.