Skírnir - 01.04.2011, Page 39
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
37
rétt, hvað ýkt og hvað vanmetið í umfjöllun Pirennes um upphaf
miðalda í Vestur-Evrópu. Ágreiningur er um það, hve mikil efna-
hagsleg, félagsleg og menningarleg afturför hafi átt sér stað, hverjar
hafi verið orsakir hennar, og hvaða áhrif uppgangur Islams hafi haft
á Vesturlönd. Enginn mundi nú andmæla því að þau hafi verið tví-
bent, og sumir telja verzlun og menningartengsl við íslamska heim-
inn veigameiri en landvinninga hans á kostnað vestræns og austræns
kristindóms. I þessum umræðum er Pirenne oft nefndur, og ekki
virðast miklar horfur á samhljóða áliti.4
Um Pirenne og framlag hans verður hér ekki fjallað nánar. Hall-
dór virðist hafa litið á lýsingu hans á tímabilinu milli sjöundu og
elleftu aldar sem fullsannaða og tæmandi, og endursegir hana þar á
ofan með töluverðum ýkjum: „Þjóðirnar sem bygðu Vesturevrópu
við svo þröngan kost að húngursneyð var altaðþví normalt ástand,
mannát jafntítt og með nokkrum þektum villimannakynstofnum
annarsstaðar á jörðinni fyr og síðar“ (MF 15-16; eitthvað virðist
vanta í þessa setningu). Stórveldi Karls mikla kallar Halldór „hið
veika sveitaríki Karlúnga, borgarlaust og án verslunar ... án sam-
bands við menníngarlindir og svipt skilyrðum til að geta skapað
æðri menníngu“ (MF 10). Enginn gaumur er gefinn að því sem
fræðimenn kalla nú fornvakningarstefnu Karlunga (Carolingian
renaissance). Lengst gengur þetta þegar Halldór fullyrðir að „Vestur-
evrópa sé í bókmentalegum skilningi hartnær mállaus fyrstu þúsund
árin eftir að hún varð kristin" (MF 17; hér verður ekki betur séð en
hann hafi ruglað saman fæðingu Krists og kristnun Evrópu). Hvað
sem þessum öfgum líður er ljóst að Halldór notar kenningar Pir-
ennes til að styðja sína eigin sögutúlkun: þær auðvelda honum að
dæma Vestur-Evrópu úr leik sem menningarheim í einar fjórar aldir.
Þetta tímabil virðist — að mati Halldórs — jafngilda mótunar-
skeiði norrænnar menningar. Það er ekki fyrr en á elleftu öld að
Vestur-Evrópa „öðlast ... lyftíngu hugarins“ (MF 18), og kemur
fram í nýsköpun lista og bókmennta, nátengdri stofnunum kirkju og
konungsvalds. En þá er orðin til á Norðurlöndum menning sem
ekki verður átakalaust aðlöguð vestrænum kristindómi, og Island
4 Af nýlegu framlagi til þessarar umræðu má nefna tvö meiri háttar en mjög ólík
rit: McCormick (2001) og, Horden og Purcell (2000).