Skírnir - 01.04.2011, Side 40
38
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
verður síðasta vígi hennar. Eitt af sérkennum hennar — og líklega
það sem mestu máli skiptir fyrir Halldór — er iðkun og einstök
helgun skáldskapar, í nánum tengslum við trúarbrögð. Á Vestur-
löndum er skáldskapur ekki talinn til hinna sjö lista, en í norrænni
heiðni verður hann „aðalsmerki ágætra manna“ (MF 19).
Það virðist einnig líklegt að Halldór hafi sótt bæði staðreynda-
þekkingu og hugmyndir til sagnfræðinga sem bættu við (og bættu
um) sögutúlkun Pirennes með því að benda á verzlunar- og önnur
tengsl Norðurlanda við Austurveg (Rússland, Miklagarð, Islam og
jafnvel lengra í austur), sem og áhrif þeirra tengsla áþróun í Vestur-
Evrópu.5 Halldór gerir minna úr þeim þætti málsins, en leggur sinn
eigin skilning í austurferðirnar: „Það verður upphaf norrænnar sögu
að útþráin ber þessar þjóðir á vit menningarríkja í austri“ (MF 19).
Hér er djúpt tekið í árinni, og vel þess virði að fara í saumana á þess-
ari setningu. Augljóst er að Halldór vill láta miðaldasögu Norður-
landa byrja með víkingaferðum í austur, frekar en í suður eða
vestur, og að hann telur þetta ekki aðeins ná til hins sænska hluta
Skandinavíu, heldur einnig hins norska. Norsk sambönd við Austur-
veg nefnir hann víðar, ekki síst þegar Ólafarnir tveir, Tryggvason og
Haraldsson, koma við sögu. Að „útþránni", sem talin er upphaf
austurferða, er einnig vikið þegar Halldór talar um „ævintýramenn,
sem aðeins með takmörkuðum rétti verða nefndir farmenn eða
kaupmenn“ (MF 10). Þeir voru a.m.k. öðrum þræði ræningjar og
þrælasalar, en það mun Halldóri ekki efst í huga. Með „útþrá“ og
„ævintýramennsku“ á hann við sérstaka menningarhneigð, sem ekki
verður nánar skilgreind fyrr en kemur að síðasta og mikilvægasta
þættinum í túlkun hans á norræna heiminum. Á þessu stigi má þó
nefna, að rannsóknir á víkingaöld virðast í seinni tíð leggja meiri
áherzlu á aðdráttarafl auðugra og þróaðra landa, frekar en kreppu
eða þrýsting innan frá, og koma þannig til móts við hugmyndir um
útþrá. Og nú er lögð meiri áherzla á þá ólíku menningarheima sem
norrænir menn komust í kynni við — ekki aðeins siðmenningar
Miklagarðs og íslams, heldur einnig afleggjara af hirðingjaveldum
5 Oft er í þessu sambandi vitnað í Bolin (1953); sú grein birtist síðar en Minnis-
greinar um fornsögur, en ekki er ólíklegt að Halldór hafi vitað af umræðum sem
á undan henni fóru.