Skírnir - 01.04.2011, Page 41
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
39
Innri-Asíu. Ríkismyndunarferlið sem oftast er kennt við Kænu-
garðs-Rússland (Kiev Rus) og tengt norrænum umsvifum handan
Eystrasalts er skoðað í þessu samhengi, og virðist jafnvel líklegt að
á fyrsta stigi hafi það tekið mið af íslömskum fyrirmyndum frekar
en þeim kristnu sem síðar urðu ofan á.6 Ef hugleiðingar Halldórs um
áhrif frá fjarlægari sögu- og menningarsvæðum virðast laus-
beizlaðar, er því til að svara að sérfróðir höfundar hafa líka fallið
fyrir þess háttar freistingum.7 Norræn tengsl við lönd í austri og
suðaustri eru snar þáttur í sögu evrópskra ármiðalda, en erfitt hefur
reynzt að kortleggja þau í smáatriðum.
Þriðji þátturinn í miðaldafræðum Halldórs víkur að norrænum
áhrifum á þjóðfélagsþróunina sem fylgdi „lyftingu hugarfarsins“ í
Vestur-Evrópu. Auk Norður-Atlantshafsins, þar sem þeir standa
einir að landafundum og landvinningum, stofnsetja norrænir menn
„ríki í ýmsum áttum, ... á Ítalíu og Sikiley, á Frakklandi, vesturum
Bretlandseyjar ..." (15), og hér stóðu þeir ekki í skugga eldri og
öflugri valdamiðstöðva, heldur gerðust frumkvöðlar að ríkisvæð-
ingu menningar sem var að ná sér eftir margra alda afturför. Lýsing
Halldórs á þessari atburðarás, þótt stutt sé og honum greinilega
minna áhugamál en austurferðirnar, bendir til þess að hann hafi
a.m.k vitað af skrifum bandaríska sagnfræðingsins Charles Hask-
ins og umræðum sem af þeim spunnust.8 Lokaþáttur víkingaaldar í
Vestur- og Suðurvegi er vel þekktur og spurningar um hann enn á
dagskrá, en í breyttri mynd. Miðaldafræðingar gera nú minna úr
íhlutun Normanna sem þjóðflokks eða kynþáttar og vísa frekar til
innleggs þeirra í uppgang og útþenslu hins herskáa vestræna kristin-
dóms hámiðaldanna. Ríkismyndun, landvinningar og útbreiðsla
stofnanamynstra sem að þeim lutu voru einkenni hinnar nýju sið-
menningar; nágrannar hennar í norðri voru ekki þeir einu sem urðu
virkir þátttakendur í þessari „tilurð Evrópu“9 eftir árekstra á byrj-
unarskeiðinu, en þeir hafa líklega verið fyrirferðarmestu nýliðarnir
meðal eldri brautryðjenda vestræns og kristins forræðis.
6 Sjá t.d. Franklin og Shepard 1996.
7 Sjá t.d. Pritsak 1981.
8 Sjá Haskinsl959 (fyrst gefin út 1915).
9 Sjá Bartlett 1993.