Skírnir - 01.04.2011, Síða 43
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
41
spretta af kristnum og ókristnum rótum, og vaxa upp báðum megin
landamæranna milli kristni og annarra trúarbragða. I Vestur-Evrópu
þýðir þetta fyrst og fremst, að fástísk menning brýtur sér braut
innan vestræns kristindóms og norræns heiðindóms. Spengler bar
eddukvæðin saman við heilagra manna sögur frá fyrsta skeiði
miðalda, og dróttkvæðin við hirðskáldskap frá hámiðöldum. Þess-
ari nálgun kynntist Halldór áður en hann fór að fjalla um íslenzkar
fornmenntir. „Minnisgreinar um fornsögur" eru skrifaðar með hana
í huga, þótt hvergi sé að finna beina tilvitnun; en hugmyndir Hall-
dórs um sjálfstæðan þátt Norðurlanda í sögu miðalda ganga mun
lengra en nokkuð sem Spengler hafði um þetta mál að segja.
Norrænir menn voru á undan öðrum Evrópubúum í því að opna
nýjar leiðir og sigrast á fjarlægðum. Þessi niðurstaða Halldórs er
líklega bezt orðuð í eftirfarandi setningu: „Nú gerist það undur á
Norðurlöndum, hliðstætt því er norrænir menn fundu leið til Aust-
urlanda bakvið Evrópu, og til Ameríku um Norðuratlantshaf yfir Is-
land og Grænland, auk leiðar skáldsins til hjarta síns sem barbarinn
Egill fann, að grein þessa sama kynflokks finnur einsog Hesselmann
hefur sagt, skemmri leið milli hlutar og orðs en þekt er í öðrum bók-
mentum sambærilegum“ (MF 26). Síðari þróun leiddi svo til þess
að allar þessar leiðir — tvær á jörðu niðri, tvær í hinum innra heimi
— lokuðust eða gleymdust og fundust aftur löngu seinna við allt
aðrar aðstæður. Oll væri þessi túlkun óskiljanleg án tengslanna við
Spengler. í fyrsta lagi er frá honum komin forsenda þess að sam-
nefnari leiðanna fjögurra sé meira en orðaleikur: það er rúmið sem
menningartákn frekar en náttúrustaðreynd, sú eining ytra og innra
rúms sem augljósust verður þegar fástísk menning hefur hvort
tveggja í óendanlegt veldi. í öðru lagi er það óumdeilanlega í fást-
ískum anda, þó svo að hið fástíska tákn óendanleikans sé ekki nefnt,
að sigrast á fjarlægðum og kynnast andstæðum skautum, en hvort
tveggja telur Halldór aðalsmerki norrænna manna á miðöldum,
a.m.k. þeirra sem hæst ber og mest gerðu til að móta ímynd stærra
samfélags (MF 15). í þriðja lagi eru þessi brautryðjendaspor nor-
rænnar menningar forboðar þess sem hin vestræna afrekaði síðar í
miklu stærri stíl, á öllum þeim slóðum sem Halldór nefnir. Nú
mætti hreyfa þeim andmælum að leiðirnar fjórar hafi ekki fundizt