Skírnir - 01.04.2011, Page 44
42
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
samtímis, heldur með löngum millibilum og við ólíkar aðstæður.
Víkingaferðir í austurveg byrjuðu nokkrum öldum áður en sagna-
ritun hófst á Islandi, og allur umheimur Norðurlanda tók miklum
breytingum á þeim tíma. Halldór sér við þessu með því að gera ráð
fyrir löngu þroskaskeiði norrænnar menningar. Sjálfstæði hennar
gagnvart kristindómi meginlandsins er m.ö.o. ekki byggt á
óbreyttum sérkennum, heldur á hæfileika til að þróast eftir eigin
leiðum; „og þessi apaldur, eldri en kristindómurinn“ (MF 27), ber
sína tilkomumestu ávexti á íslandi seint á hámiðöldum. Á hinn bóg-
inn varðveittu Islendingar goða- og hetjukvæði, sem sumpart mega
teljast „eftirmæli liðinna menningatímabila“ (MF 20). Halldór efast
ekki um að kvæðin séu — í þeirri mynd sem við þekkjum — ís-
lenzkur skáldskapur, en þau geyma einnig menningarminni af mun
eldri toga. Hugmyndin um menningu sem blómstrar í fyllingu tím-
ans er mjög í anda Spenglers. Þess utan varpar langtímaviðhorfið
ljósi á breytingar, sem Halldór er fáorður um en virðast skipta tölu-
verðu máli fyrir túlkun hans. Skáldskapur var í hávegum hafður
meðal norrænna manna, en eigi að síður „er andi víkingaaldar sá að
ekki orðið heldur vopnið er tjáning manns fullkomin" (MF 22). Svo
virðist — þótt Halldór segi það hvergi berum orðum — sem þró-
unin eftir lok víkingar og gagnsókn kristindóms hafi leitt til nýrrar
hlutverkaskiptingar milli vopnsins og orðsins. Þegar leiðir til
auðgunar og landvinninga í suðri og austri hafa lokazt og innri átök
um völd eru komin á það kreppustig sem þau voru á Islandi er bók-
menning stóð sem hæst, verður hlutverk orðsins sem „tjáningar
manns“ að sama skapi veigameira.
Ummæli Halldórs um „barbarann Egil“ og uppgötvun hans
sýna að hann hefur ekki verið í nokkrum vafa um heimildagildi
Egils sögu (og Sonatorreks sér í lagi). Efasemdir vöknuðu ekki fyrr
en síðar, og verður að því vikið hér á eftir. I „Minnisgreinum um
fornsögur“ er það fjórða leiðin sem erfiðast er að fella inn í heildar-
rammann. Styttri leiðin milli hlutar og orðs er — frá því sjónarmiði
sem Halldór fylgir — ný tilveruvídd, og til þess að opna hana þarf
að sigrast á torfærum. Þannig samlíkist hún hinum leiðunum þrem
og fástískum bakgrunni þeirra. Vandkvæðin byrja þegar nánar á að
lýsa hlutlægninni sem einkennir Islendingasögur. Það þarf ekki