Skírnir - 01.04.2011, Page 45
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
43
langt mál um frásagnarstíl þeirra til að sýna fram á að henni eru
þröng takmörk sett: sögurnar eru ekki „raunsæisbókmenntir í skiln-
ingi vorra tíma“ (MF 26), og allar útleggingar í þeim dúr eru
byggðar á misskilningi.11 „Miðaldamenn höfðu allt annað mat á því
sem við köllum veruleika" (MF 44); hér er enginn munur gerður á
norrænum og vestur-evrópskum viðhorfum, og bendir það til end-
urskoðunar sem gekk miklu lengra í síðari skrifum Halldórs um
sama efni. Því er að vísu slegið föstu að „íslenzk fornsaga sjái heim-
inn í gegnum minni kenningu“ (MF 26) en samtímabókmenntir á
meginlandinu; en sá stigsmunur, oft óverulegur, er ekki nægur
vitnisburður um „gerólíkan skilning á mannlífi og máttarvöldum"
(MF 31). Til þess að hægt sé að tala um róttækan mun á heimssýn
og lífsviðhorfum þarf að finna honum stað í norrænni móthverfu
kristindómsins. Halldór fer ekki í grafgötur um kjarna hennar: „Hin
norræna örlagatrú, sem virðist vera skynsemistrú víkingaaldar, ólík
guðatrúnni, er undirstöðuatriði lífsskoðunar í fornbókmentum
vorum“ (MF 32). Það er vægast sagt ekki óalgengt að fornnorræn
lífsviðhorf séu kennd við örlagatrú, en því fer fjarri að fræðimenn
hafi orðið ásáttir um skilgreiningu hennar. Hér er ekki svigrúm fyrir
ýtarlegan samanburð, en rétt er að athuga nánar þann sérstaka skiln-
ing sem Halldór leggur til grundvallar. Fyrsta skrefið er að tengja ör-
lagatrúna „sérstökum kjörum manna og háttum“ (MF 32); þetta
gæti minnt á sögulega efnishyggju, en áframhaldið er í öðrum dúr.
Örlagatrúin er „trú herskárra manna, eyðimerkurbúa og sjófar-
enda“ (MF 32). Ef spurt er hvað sé sameiginlegt þessum þrem
manntegundum er svarið augljóslega ekki að finna á sviði atvinnu-
eða framleiðsluhátta. Þess er frekar að leita í tilvistarlegum við-
horfum. I öllum þeim þrem tilfellum sem Halldór nefnir er um að
ræða þjóðflokka eða þjóðfélagshópa á faraldsfæti og einmitt þess
11 Um raunsæi íslendingasagna hefur oft verið talað, og jafnan reynzt erfitt að skil-
greina það nánar. Hér verður aðeins nefnt eitt dæmi: „[Raunsæi] fornsagnanna er
hliðstætt óhlutdrægri athugun. Af glöggskyggni og heiðarleika bregður það upp
mynd af heimi sem er villimannlegur í okkar augum ... Raunsæi sagnanna útil-
okar ekki hið yfirnáttúrlega af þeirri einföldu ástæðu að sagnamennirnir og áheyr-
endur þeirra trúðu á drauga" (Borges 1996: 121; Torfi H. Tulinius sneri þessu á
viðeigandi íslenzku, og kann ég honum þakkir fyrir).