Skírnir - 01.04.2011, Síða 47
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
45
tveim túlkunarmynztrum ristir hið fyrrnefnda dýpra: þegar örlaga-
hugmyndin er hugsuð af fullri alvöru kollvarpar hún orsakalög-
málinu. „Hin eiginlega saga er örlagaþrungin, en laus við lögmál."
13 Örlögin samsvara tímanum eins og orsakalögmálið rúminu. Af því
leiðir að hver menning hefur sína eigin örlagahugmynd (en sérhver
hámenning fellur einnig í þá freistni að sækjast eftir valdi yfir ör-
lögunum). Ofar þessum tilbrigðum við sama þema stendur skiln-
ingur á örlagahugmyndinni sem frumfyrirbæri af fyrstu gráðu („die
eigentliche Seinsart des Urphánomens"14), en jafnframt á því að hún
er, strangt tekið, tákn en ekki hugtak, og sem slíkt ekki þýðanleg á
fræðilegt mál. Að áliti Spenglers ná aðeins listamenn tökum á ör-
lagahugmyndinni, og þar hefur fástísk menning náð lengst; það
orkar ekki tvímælis að hann á fyrst og fremst við Goethe og sjálfan
sig. Túlkun hans á örlagahugmyndinni endar þannig í dulspeki af
sérstöku tagi (hann vitnar í Goethe: „alles Vergángliche / ist nur ein
Gleichnis“), og er andstæð öllum afbrigðum af skynsemistrú.
Út í þessa sálma vill Halldór ekki fara. Afstaða hans mótast af
húmanisma þeirrar tegundar sem þegar í Alþýðubókinni kom fram
í gagnrýni á andhúmaníska frumspeki Spenglers, og virðist reyndar
líka hafa temprað stuðning hans við róttækan sósíalisma. Þegar
kemur að fornsögunum reynir Halldór að „húmanísera" örlaga-
trúna; þeim tilgangi þjónar samlíkingin við skynsemistrú. I „Minn-
isgreinum um fornsögur" er þannig — þótt viðfangsefnið sé annað
— enn á dagskrá sú óútkljáða samræða við Spengler sem stofnað
var til í Alþýðubókinni.15 Halldór er enn hlynntur menningartúlkun
13 Spengler 1972: 154.
14 Spengler 1972: 154.
15 Annars konar „húmaníseringu" örlagatrúarinnar er að finna hjá öðrum íslenzkum
höfundi, einum tíu árum áður. Halldór Guðmundsson benti mér á ritgerð (upp-
runalega ræðu) Gunnars Gunnarssonar (1936) um hina norrænu örlagahugmynd,
og kann ég honum þakkir fyrir. Hér er ekki rúm fyrir ýtarlegan samanburð, en
megintesa Gunnars er sú að norræna örlagahugmyndin vísi til mannlegra tengsla
við heim í stöðugri sköpun, og sé því andstæð þeirri túlkun örlaganna sem
. tíðkaðist meðal Miðjarðarhafsþjóða. Fatum (örlög í rómverskum skilningi) er
„fast lögmál, endanleiki og dauði“; örlög í norrænum skilningi (Schicksal) eru
„skapandi lögmál, óendanleiki og líf“ (5). Þau síðarnefndu eiga meira skylt við
sköpun en herradóm („das Schicksal ist nicht so sehr Herr als vielmehr Schöp-
fung“, 13-14).