Skírnir - 01.04.2011, Page 48
46
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
í stíl við Untergang des Abendlandes, en ekkert hefur dregið úr
„trúnni á ákvörðun mannsins“, sem í Alþýðubókinni var sett ofar
öllum kennisetningum og lýst ósamrýmanleg frumspekilegri böl-
sýni.
Ekki verður skilið við „Minnisgreinar um fornsögur" án þess að
minnast á óvæntan snúning í lokakafla þeirra. Ef örlagatrúin er
skynsemistrú víkingaaldar, er eftir að útskýra hvers vegna bók-
menntaleg tjáning hennar nær mestum þroska á Islandi löngu eftir
að víkingar eru úr sögunni, og kemst lengst í sögu sem talin er rituð
eftir hrun þjóðveldisins (Halldór hefur langt mál um Njálu sem sí-
gildan ávöxt norrænnar örlagatrúar). Svarið er ótvírætt: „Það hefur
færst kreppa yfir þjóðina, kreppa sem var ekki sjálfskaparvíti, heldur
á orsakir sínar í hinni miklu uppgangsöld sem þá er runnin yfir Evr-
ópu og gerir okkur ósamkepnishæfa til að versla og sigla; þjóðarbú-
skapur okkar hefur dregist saman ... Þjóðin stendur varnarlaus
gagnvart forákvörðun atburðanna, straumi sem ekki er á hennar
valdi að stöðva“ (MF 63). Undirrót kreppunnar er m.ö.o. efna-
hagsþróun á meginlandi Evrópu og vanmáttur íslenzka eyríkisins
gagnvart henni; pólitísk sundrung og siðferðilegt hrun eru af-
leiðingar þessara utanaðkomnu vandræða; og viðbrögð menntaðra
Islendinga við þessari reynslu eru í anda örlagatrúar sem í hæsta lagi
er kristin á yfirborðinu. Marxískar forsendur þessarar skýringar fara
ekki á milli mála. En þær virðast ótengdar röksemdafærslunni sem
á undan fer. Það er tæpast ofmælt að marxísk söguskoðun komi hér
inn í textann eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Fyrirvarar Hall-
dórs gagnvart Spengler gera það auðveldara að grípa til hennar þegar
tilefni sýnist gefið, en hún verður aldrei meira en aukaatriði.
Uppgjör og afturbvarf
Halldór Laxness tók aldrei upp þráðinn þar sem honum var sleppt
í lok „Minnisgreina um fornsögur“, né heldur setti hann fram aðra
sambærilega túlkun. Hann hélt að vísu áfram að nálgast fornsögur
úr ýmsum áttum, og verður nánar vikið að afrakstri þessara athug-
ana hér á eftir, en einhvers konar straumrof hefur orðið milli hans