Skírnir - 01.04.2011, Page 51
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
49
sköpun tengist henni á einhvern hátt. „Jarðlífið", „of alvarlegt og
stutt til þess að við getum unnað meðbræðrum vorum annars en
hins bezta,“19 er stað- og tímabundin tilvist samábyrgra einstak-
linga. Ef skynjun þessara andstæðu skauta er uppistaðan í heimssýn
Halldórs, er þess líka að gæta að hann var alla tíð í leit að samnefn-
ara, og sú hlið á ferli hans var ekki síður tengd sögulegum um-
brotum tuttugustu aldarinnar. Hún var ekki aðeins öld öfganna,
heldur líka tími nýrra tilrauna til að brúa þær, ósjaldan með öfugum
árangri. Ljóst er að Halldór fann aldrei kenningu eða heimsmynd
sem gæti kallazt heildarlausn. Kaþólska tímabilið á þriðja ára-
tugnum var of stutt og fjarlægðin milli guðs og heims of mikil til
þess að nokkru jafnvægi yrði náð. A pólitískum vettvangi fylgdi
hann kommúnistum miklu lengur að málum, en ekkert af meiri
háttar verkum hans var eins sterklega mótað af þeirri afstöðu og
Vefarinn af kaþólskum viðhorfum.
Fyrstu Rússlandsferð sinni lýsti Halldór síðar í Skáldatíma, og
hafði þá þetta að segja um væntingar sínar: „Eg trúði á fagurt mann-
líf sem stjórnað væri með reglu og hafði gert ráð fyrir að slíku lífi
væri lifað í Sovétríkjunum“20 (það er reyndar athyglisvert að hann
ber þessa tálsýn saman við André Gide frekar en rithöfunda sem
nær stóðu kenningum kommúnismans og lengur héldu tryggð við
Sovétríkin). Með „reglu“ er hér ugglaust átt við samræmdar reglur
skynsemi og réttlætis; vonin sem bundin var við Sovétríkin er
þannig nátengd viðleitninni til að sætta „loftsýn“ og „jarðlíf". Sov-
ézkur kommúnismi varð að því er bezt verður séð að ímynduðu líf-
akkeri mannshugmyndar og framtíðarsýnar sem í upphafi voru af
öðrum rótum sprottnar. Það sem við gætum kallað „frumhúman-
isma“ Halldórs á uppruna sinn í þeim tvíbenta lífsskilningi sem áður
var getið, þroskast í leit að svari við kreppu vestræns þjóðfélags og
siðmenningar eftir 1914, og mótast — eins og skýrast kemur fram í
Alþýðubókinni — af óútkljáðri samræðu við Spengler. Áhrif marx-
ískra hugmynda eru mjög takmörkuð og oft erfitt að greina þau frá
öðrum þráðum. í Sovétríkin gat Halldór vitnað sem sönnun þess
19 Þessi tilvitnun er úr „Raflýsingu sveitanna" (1927), en hér er hún höfð eftir Hall-
berg (1970: 23).
20 Halldór Laxness 1963: 125.