Skírnir - 01.04.2011, Page 53
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
51
margar ástæður, en öðrum framar sú að frásagnarstíll hans hafði
færst nær fordæmi Islendingasagna, og fannst honum þó hvergi
nærri nóg að gert. I „Persónulegum minnisgreinum um skáldsögur
og leikrit", skrifuðum 1962 en fyrst birtum á íslenzku 1965, er vikið
að „þeirri afturför í mentun sem orðið hefur með oss síðan stíll Is-
lendingasagna varð fullþroska“21, og nútímamenn taldir eiga erfitt
með að átta sig á henni. Sígildi fornsagnanna er m.ö.o. ekki dregið
í efa. En allt sem lýtur að menningarlegum forsendum þeirra er nú
álita- og ágreiningsmál. Engin sambærileg heildartúlkun hefur
komið í stað þeirrar sem Halldór hafði mótað með hliðsjón af
Spengler, og þaðan af síður verður stuðzt við nokkurn almennan
hugmyndafræðilegan leiðarvísi. Sjónarmið sagnaskáldsins — sem
alltaf setur svip á fræðimennsku Halldórs — er komið svo langt í átt
til afstæðishyggju að sannleikur er í bezta falli „goðsögn um stað-
reyndir", ef ekki „goðsögn án staðreynda“.22 Af þessum forsendum
leiðir að síðari skrif Halldórs um fornsögur eru með meira til-
raunasniði en hin fyrri. Hann nálgast viðfangsefnið eftir ólíkum
leiðum í breytilegu samhengi, og engri þeirra lýkur með ótvíræðum
niðurstöðum. Þess ber að vísu að gæta að Halldór er að sumu leyti
fastheldinn á skoðanir og áherzlur sem fram komu í „Minnisgrein-
um um fornsögur“. Hann hefur eftir sem áður mjög takmarkaðan
áhuga á þjóðfélagslegu umhverfi og hlutverki sagnaritunar á mið-
öldum; athyglin beinist frekar að menningarlegum aðstæðum.
Gæðamat Halldórs á greinum fornbókmennta hefur heldur ekki
breytzt mikið. Sígildar eru fyrst og fremst Islendingasögurnar; forn-
aldarsögur eru ekki hátt skrifaðar, og mjög lítið er gert úr drótt-
kvæðum skáldskap. Þessi síðastnefnda skoðun Halldórs er ekki sízt
athyglisverð í ljósi þess mikla endurmats sem átt hefur sér stað
meðal bókmenntasagnfræðinga; á dróttkvæðin er nú almennt litið
sem sérstætt og mikilsvert menningarfyrirbæri, og lykilþýðing þess
fyrir myndbreytingu norrænnar menningar um árþúsundamótin
viðurkennd. Það tengir hirðmenningu upprennandi konungsríkja
við skáldskaparíþrótt og skáldskapardýrkun frá fyrri tímum, nor-
21 Halldór Laxness 1965: 68.
22 Halldór Laxness 1965: 70.