Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2011, Page 55

Skírnir - 01.04.2011, Page 55
SKÍRNIR HALLDÓR LAXNESS OG ... 53 ingu eigin arfleifðar innan þeirra takmarka sem aðlagaður kristin- dómur setti. Enn má nefna eitt atriði sem máli skiptir fyrir samanburð á viðkomandi skrifum fyrir og eftir Gerplu. I síðari ritgerðum um fornmenntir gerir Halldór enn meira úr séríslenzkum skilyrðum og sköpunargetu en áður. I „Minnisgreinum um fornsögur" var Island talið síðasta vígi heiðins anda á norðurjaðri Evrópu, en jafnframt arftaki eldri menningarþróunar á Norðurlöndum öllum. Eddu- kvæðin eru t.d., eins og áður var getið, talin geyma minningar um eldri tímabil. Á sjöunda og áttunda áratugnum fer miklu minna fyrir þessu sambandi við fortíð stærra sögusvæðis, og í ritgerð birtri á ís- lenzku 1974 setur Halldór eddukvæðin í annars konar samhengi. Nú eru þau „pródúkt menníngar sem fyrir laungu var tamin við skrifaða texta“ (HÍ 113-114), samin og skráð nánast samtímis, og sá skortur á formfágun, sem oft hafði verið talinn bera vitni um háan aldur kvæðanna, er útskýrður á allt annan hátt: minnistækni í stíl dróttkvæða er orðin óþörf. Flest af því sem Halldór hafði á þeim árum um eddukvæði að segja, einkum ummæli hans í orðræðunni við Boyer, bendir til þess að hann hafi haldið fast við þessa skoðun. Að því slepptu má — við fyrstu athugun — í síðari ritgerðum Halldórs greina á milli fimm nýrra leiða til skilnings á fornbók- menntum og menningarsamhengi þeirra, og verður nú stuttlega vikið að þeim. Sumar eru fyrirferðarmeiri en aðrar; sumar (ekki allar) eru ósamrýmanlegar öðrum. Ekki er ólíklegt að listinn gæti orðið lengri, en úr því þarf ekki að skera hér. 1. Fyrst er að telja vaxandi áherzlu á þátt kaþólskrar trúar og kirkju í íslenzkri fornmenningu.25 Lengst gengurþetta í „Harmleik Dana á sextándu öld“: „íslenska páfakirkjan hafði sumsé stofnað hér til sjálfstæðrar þjóðmenníngar og hélt henni uppi með lærdómi á latneskum menntasetrum á sjötta hundrað ára“ (HD 63). Þess sjást þó skýr merki miklu fyrr að hugmyndir Halldórs um kaþólsku á Islandi voru að breytast (og þar með færast aftur nær þeim skoð- unum sem hann hafði varið með eftirminnilegum hætti í Kaþólskum 25 Þessi tilhneiging varð mjög íberandi í norrænum fræðum á síðari hluta tuttugustu aldar, og Halldór var fljótur að átta sig á því. Meðal íslenzkra fræðimanna á þeim nótum var Hermann Pálsson líklega fremstur í flokki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.