Skírnir - 01.04.2011, Page 55
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
53
ingu eigin arfleifðar innan þeirra takmarka sem aðlagaður kristin-
dómur setti.
Enn má nefna eitt atriði sem máli skiptir fyrir samanburð á
viðkomandi skrifum fyrir og eftir Gerplu. I síðari ritgerðum um
fornmenntir gerir Halldór enn meira úr séríslenzkum skilyrðum og
sköpunargetu en áður. I „Minnisgreinum um fornsögur" var Island
talið síðasta vígi heiðins anda á norðurjaðri Evrópu, en jafnframt
arftaki eldri menningarþróunar á Norðurlöndum öllum. Eddu-
kvæðin eru t.d., eins og áður var getið, talin geyma minningar um
eldri tímabil. Á sjöunda og áttunda áratugnum fer miklu minna fyrir
þessu sambandi við fortíð stærra sögusvæðis, og í ritgerð birtri á ís-
lenzku 1974 setur Halldór eddukvæðin í annars konar samhengi.
Nú eru þau „pródúkt menníngar sem fyrir laungu var tamin við
skrifaða texta“ (HÍ 113-114), samin og skráð nánast samtímis, og sá
skortur á formfágun, sem oft hafði verið talinn bera vitni um háan
aldur kvæðanna, er útskýrður á allt annan hátt: minnistækni í stíl
dróttkvæða er orðin óþörf. Flest af því sem Halldór hafði á þeim
árum um eddukvæði að segja, einkum ummæli hans í orðræðunni
við Boyer, bendir til þess að hann hafi haldið fast við þessa skoðun.
Að því slepptu má — við fyrstu athugun — í síðari ritgerðum
Halldórs greina á milli fimm nýrra leiða til skilnings á fornbók-
menntum og menningarsamhengi þeirra, og verður nú stuttlega
vikið að þeim. Sumar eru fyrirferðarmeiri en aðrar; sumar (ekki
allar) eru ósamrýmanlegar öðrum. Ekki er ólíklegt að listinn gæti
orðið lengri, en úr því þarf ekki að skera hér.
1. Fyrst er að telja vaxandi áherzlu á þátt kaþólskrar trúar og
kirkju í íslenzkri fornmenningu.25 Lengst gengurþetta í „Harmleik
Dana á sextándu öld“: „íslenska páfakirkjan hafði sumsé stofnað
hér til sjálfstæðrar þjóðmenníngar og hélt henni uppi með lærdómi
á latneskum menntasetrum á sjötta hundrað ára“ (HD 63). Þess sjást
þó skýr merki miklu fyrr að hugmyndir Halldórs um kaþólsku á
Islandi voru að breytast (og þar með færast aftur nær þeim skoð-
unum sem hann hafði varið með eftirminnilegum hætti í Kaþólskum
25 Þessi tilhneiging varð mjög íberandi í norrænum fræðum á síðari hluta tuttugustu
aldar, og Halldór var fljótur að átta sig á því. Meðal íslenzkra fræðimanna á þeim
nótum var Hermann Pálsson líklega fremstur í flokki.