Skírnir - 01.04.2011, Page 56
54
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
viðborfum). Erfitt er að tímasetja þessi sinnaskipti, en nánast er sam-
band þeirra við athuganir á bókmenntasögu í ritgerðinni „Hvað var
á undan Islendingasögum?" Ef spurt er hvað það þýði að taka bók-
menntir í sínar hendur, er því fyrst til að svara að kirkjulegar stofn-
anir höfðu umsjón og eftirlit með bókmenntasköpun. Halldór notar
orðið „ritskoðun“, sem er kannske tímaskekkja í þessu sambandi. 1
öðru lagi eru fluttar inn kristilegar bókmenntagreinar, hugtakaforði
og orðafræði. Hugleiðingar Halldórs um Egils sögu (HS 40-47, MÞ
149-158) sýna bezt hve langt endurskoðun fornsagna í þessu ljósi
getur gengið. „Barbarinn Egill“ er ekki lengur marktækur fulltrúi
heiðins anda. Síðast en ekki sízt er um áhrif kristinnar heimsskoð-
unar og siðvitundar á íslenzka sagnaritun að ræða. I því tilliti eru
sumar niðurstöður Halldórs mjög afdráttarlausar: „Njála og Lax-
dæla eru ekki aðeins samdar í páfadómi, heldur eru þessar sögur
rétttrúaðar kaþólskar bókmenntir; hnútur beggja leystur í Róm“
(HD 70).
Við nánari athugun verður þó ljóst, að í öllum þessum þrem
atriðum eru kaþólsk áhrif á fornbókmenntir sérstæðari og tak-
markaðri en tilvitnanirnar hér að ofan gefa til kynna. Halldór
minnir á að Islendingabók hafi verið skrifuð undir eftirliti kirkju-
höfðingja, en dregur þó ekki í efa að hún sé í mörgu ólík kirkjulegri
sagnaritun á meginlandinu, og sem slík upphaf sjálfstæðrar sagna-
hefðar. Endanleg niðurstaða hans um Egils sögu var sú að höfundur
hennar hefði tæplega verið „kristilega sinnaður maður“ (HD 163).
Og kaþólskur boðskapur Laxdælu og Njálu er útlistaður með svo-
felldum orðum: „Málstaður sem báðar þessar bækur halda invið
beinið er orðlaust örvæntíngarmat mannlegra verka gagnvart guði
— þó þær láti sem ekkert sé ... Mergur máls er frelsi mannsins í
kristinni merkíngu, og fær satt að segja, því miður, svo dapra af-
greiðslu í þessum ódauðlegu bókum, að ekki er önnur von en biðja
um þó ekki væri nema fara með eitt pater og tvö ave í viðbót; und
dann schluss ...“ (HD 69). Þessi „dapra afgreiðsla“ felur í sér meiri
háttar frávik frá rétttrúnaði miðalda, en ekki af því tagi sem ein-
kenndi „trúvillu" á meginlandinu. Kenningin um kaþólskan anda
fornsagnanna og þjóðmenningu í umsjón páfakirkju þarf m.ö.o.
leiðréttingar við.