Skírnir - 01.04.2011, Page 57
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
55
2. Þá leiðréttingu — og meira til — er að finna í annarri túlkun
sem fram kemur í nokkrum ritgerðum Halldórs, en er hvorki rök-
studd á afgerandi hátt né þróuð svo langt að hún dæmi þá fyrst-
nefndu úr leik. Af öllum þeim nálgunum sem hér eru til umræðu
virðist hún þó í mestu samræmi við afrakstur síðari rannsókna á
þessu sviði.26 Kjarni málsins er sá að íslenzk bókmenntasköpun á
tólftu og þrettándu öld er sett í samband við „fornvakningu“ í
Vestur-Evrópu (þetta orð er þýðing Halldórs á „renaissance", og
tekur reyndar öðrum tillögum fram). Á þá síðarnefndu er þá litið
sem bæði forsendu menningarlegrar uppsveiflu á lslandi og fordæmi
til nýrrar tengingar við heiðinn menningararf. Endurvakning klass-
ískra mennta á miðsvæði vestræns kristindóms á sér hliðstæðu —
þótt takmörkuð sé — í enduruppgötvun norrænnar fortíðar, einu
nýbreytninni af þeirri tegund sem stofnað var til á þeim tíma á jaðar-
svæðum sömu siðmenningar. Þótt hún ætti sér stað í umdæmi vest-
ræns kristindóms, telst hún til fyrirbæra sem sumir fræðimenn hafa
kallað siðmenningamót (intercivilizational encounters). Menning-
arleg landamörk voru ekki aðeins færð út, heldur látið reyna á þau
í samskiptum við aðra merkingarheima. Sú „milliliðalausa viðkynn-
ing“ sem Halldór talar um í „Upphafi mannúðarstefnu" er að vísu
tálsýn, en að baki hennar getur legið það sem heimspekileg túlkun-
arfræði kallar sjónbaugasamruna (Horizontverschmelzung).
26 Sjá umræður um þetta í safnritinu Den norröne renássansen (Johansson 2007),
og í Griplu XX (2009). Rétt er að geta þess að fræðimenn höfðu veitt tengslum
við evrópska menntastrauma athygli áður en Halldór skrifaði ritgerðirnar sem
vitnað var í að ofan. Vésteinn Ólason benti mér á rit Bjarna Guðnasonar um
Skjöldungasögu, sem út kom 1963 og var ugglaust afrakstur margra ára vinnu.
Áherzlur Bjarna eru þó töluvert frábrugðnar þeim sem fram koma hjá Halldóri.
Bjarni talar um „skynsemistrú“ og „fornaldardýrkun", en notar ekki orðið „forn-
vakning“. Skynsemistrúna telur hann af innlendum uppruna og einkennandi fyrir
afstöðu íslendinga til kristni frá upphafi; fornaldardýrkunina rekur hann til evr-
ópskra fyrirmynda, og íslenzkri bókmenntaþróun á tólftu öld — ekki sízt fyrstu
málfræðiritgerðinni og hinni glötuðu Skjöldungasögu — lýsir hann sem samruna
beggja. Hér er ekkert svigrúm fyrir þá hugmynd að íslendingar hafi raknað úr
kristilegu roti. Halldór reynir ekki að greina á sambærilegn hátt milli innlendra
og erlendra áhrifa, en ráða má af skrifum hans um húmanisma og fornvakningu
að virkari notkun skynseminnar hafi verið snar þáttur í fornvakningunni (þó væri
tímaskekkja að tala um skynsemistrú), og þar af leiðandi í þeim menningar-
straumum sem bárust til íslands.