Skírnir - 01.04.2011, Page 62
60
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
gegn þeim eru t.d. enn umræðuefni meðal sérfræðinga um grísk-
rómversk trúarbrögð. I öðru lagi er „forneskjan" frá sjónarhóli
Halldórs flókið og margbreytilegt fyrirbæri, mismunandi fletir á
henni verða ofan á við ólíkar aðstæður, og hún er aldrei takmörkuð
við sérstakan átrúnað. Anímismi, vættatrú og náttúrudýrkun ýmiss
konar koma við sögu, að ógleymdri trúnni á „goðmagn orðsins í
lofi sem lasti" (F 28), svo og á vætti í dauðum hlutum, ekki sízt
smíðagripum. Forkristið trúarlíf á Norðurlöndum byggðist, í stuttu
máli sagt, á óákveðnum fjölda misleitra goðmagna; guðatrúin var
snar þáttur í þessum ímyndunarheimi, en aldrei svo sterk að hún
skyggði á allt annað. Gera má ráð fyrir að langvarandi samskipti við
lönd vestræns kristindóms, fyrir kristnitöku, hafi á ýmsan hátt
truflað tengslin milli hinna ýmsu hliða trúarlífsins. Við það bætist
að allar heimildir um þessi efni eru brotakenndar og hugmyndir
fræðimanna um fornan sið því dæmdar til enn meiri ósamkvæmni
en ætla má að einkennt hafi það sögulega fyrirbæri sem um ræðir.
Túlkun Halldórs á norrænum trúarheimi er sérstæð en virðist þó
ekki alls ólík sjónarmiðum sem fram koma í fræðiritum síðari ára.29
Þótt hún hafi minni þýðingu fyrir fornsagnarannsóknir en þær rök-
semdafærslur sem raktar eru hér að ofan, er rétt að nefna dæmi um
snertipunkta við Islendingasögur. Vættatrúin sem fornnorræn hefð,
lífseigari og breytilegri en guðatrúin, er þegar tekin til athugunar í
„Lítilli samantekt um útilegumenn", sem birt var skömmu síðar en
„Minnisgreinar um fornsögur". Grettir, útilegumaðurinn par excel-
lence, er að áliti Halldórs „vættur fjallstinda, árgilja, einstiga, hella,
eyðihólma, fjallvega, jökla og heiða“, sem höfundur sögunnar um
hann hefur breytt í „nokkurs konar ókristilegan þjóðdýrling ís-
lenskan“ og þar með náð hámarki fornsögunnar „enn einu sinni“
(hver hin hámörkin eru, önnur en Njála, er ekki ljóst).30 „Forn-
eskjutaut“ fjallar um Eyrbyggju í löngu máli og rekur tengsl sög-
unnar við átrúnað af ýmsu tagi. Og rétt er að geta þess að þótt
Halldór geri — að öllu samanlögðu — minna úr guðatrúnni en flestir
aðrir fræðimenn, er hún þó engan veginn óviðkomandi túlkun hans
29 Sjá t.d. Steinsland 2005.
30 Halldór Laxness 1950: 210, 212, 242.