Skírnir - 01.04.2011, Síða 64
62
JÓHANN PÁLL ÁRNASON
SKÍRNIR
Rannsóknir á norrænu fornvakningunni hafa enn ekki náð það
langt að aðrar nálganir verði endanlega dæmdar úr leik eða til auka-
hlutverka. Enn er mörgum spurningum ósvarað um kristnitöku sem
atburðarás og kristnun sem langtíma ferli, og umfjöllun um þau mál
er líkleg til að styrkja það sem kalla má „alkristnikenningu", í þeim
skilningi að öll menningarþróun eftir tilkomu ritmáls er talin kristin
án aðkenninga af heiðni eða óvissu um andleg og veraldleg landa-
mæri hins nýja siðar. Allt bendir því til frekari umræðu milli tals-
manna þeirrar skoðunar og hinna sem meira vilja gera úr tvíræðni
fornvakningarinnar. Síðarnefnda sjónarmiðið hefur reynzt vel fallið
til nýtúlkunar á bókmenntagreinum sem Halldór vanmat, þ.e.
dróttkvæðum og fornaldarsögum. Á hinn bóginn má lesa hug-
leiðingar hans um margbreytni fornnorrænna trúarbragða — og
viðvarandi misskilning á henni — sem framlag til betri skilnings á
bakgrunni fornvakningarinnar. Þau tvö viðhorf sem þá eru eftir (hið
gullna tóm og ráðgáta hins alskapaða verks), minna á takmörk sögu-
legrar túlkunar almennt og sérstakar torfærur íslenzkrar miðalda-
sögu þar á ofan. Líklegt virðist að þær hliðar málsins verði áfram á
dagskrá þegar fjallað er um fornsögurnar og heim þeirra. Að öllu
samanlögðu er fjölbreytnin í skrifum Halldórs eftir 1960 því vís-
bending um langvarandi viðmið fræðilegrar umræðu.
Heimildir
Bartlett, Robert. 1993. The making of Europe: Conquest, colonization and cultural
change, 950-1350. Princeton: Princeton University Press.
Bergsveinn Birgisson. 2007. Inn i skaldens sinn: Kognitive, estetiske og historiske
skatter i den normne skaldedigtningen. Bergen: Universitetet i Bergen.
Bjarni Guðnason. 1963. Um Skjöldungasögu. Reykjavík: Menningarsjóður.
Bolin, Sture. 1953. „Mohammad, Charlemagne and Ruric.“ The Scandinavian
Economic History Review,l, 5-39.
Borges,Jorge-Luis. 1996. Essai sur les anciennes littératures germaniques. Paris: 10/18.
Engster, Hermann. 1983. Poesie einer Achsenzeit: Der Ursprung der Skaldik im ge-
sellschaftlichen Systemwandel der Wikingerzeit. Frankfurt: Peter Lang.
Franklin, Simon og Jonathan Shepard. 1996. The emergence of Rus 750-1200.
London: Longman.
Gripla XX. 2009. Ritstj. Vésteinn Ólason. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á
Islandi.
Guðrún Nordal. 2001. Tools of literacy: The role of skaldic verse in Icelandic textual