Skírnir - 01.04.2011, Page 70
68
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
Symbólisminn er augljós: íslendingar eru ekki lengur sjálfs sín
herrar — þeir þurfa að deila heimili með erlendu setuliði sem hefur
lagt undir sig stofuna og ýtt húsbóndanum til hliðar. Notkun
orðsins „sjálfstæði" undirstrikar vísunina til Islands og stöðu þess
sem hernumins lands einmitt þegar fullt sjálfstæði virtist í augsýn,
sem og þá auðmýkingu að þurfa enn á ný að lúta erlendu valdi. Um
leið er „The Little Inn“ áhrifarík birtingarmynd hinnar tvíbentu
hersetu og beinir jafnframt sjónum að stöðu íslands sem gestgjafa og
þeirri sársaukafullu togstreitu sem fyrirkomulagið skapar á heim-
ilinu. Fyrir sumum felur það í sér innrás í „landhelgi“ hinnar sér-
íslensku bókmenntahefðar (324), fyrir öðrum er það gróðavegur.
Sögulokin eru álíka tvíbent: Þó að Þorbjörg hverfi einsömul til
hjónaherbergisins og bíði þess að fá styrk „til að leggja undir sig
þann ríkishluta sem enn er á hans valdi“ (331), grætur hún ofurlítið
yfir Auðuni og gætir þess að honum verði ekki kalt. Ogn eimir enn
eftir af sjálfstæðinu en því er ógnað.
Það er athyglisvert að innanlandsátökunum sem sagan snýst um
skuli vera miðlað í gegnum kynin. Samúð sögumanns liggur greini-
lega hjá Auðuni og þeim hefðbundnu íslensku gildum sem hann er
fulltrúi fyrir, en viðhorf hans til Þorbjargar er tvíbent. Þó að gerð sé
grein fyrir afstöðu hennar, einkum því að hinar nýju aðstæður geri
henni kleift að nýta hæfileika sína í stað þess að þjóna alfarið manni
sínum, finnur sögumaður leiðir til að fordæma hegðun hennar. Hún
er ekki beinlínis „ástandskona“, enda er þetta fyrsta hernámssagan
og „ástandskonan“ ekki orðin til sem bókmenntalegt fyrirbæri. Að
vissu leyti virðist hún samt vera ein af fyrstu birtingarmyndunum;
þótt hún sé ekki gerð að kynveru og athafnir hennar séu ekki kyn-
ferðislegs eðlis, er henni lýst sem lítt greindri manneskju (324) sem
haldin er siðferðisveilu (325), nokkuð sem fær hana til að svíkja
mann sinn, og í yfirfærðri merkingu land sitt, í sókn sinni eftir pen-
ingum.7 Notkun orðsins „kvislingur“ í tengslum við Þorbjörgu,
jafnvel þótt neitun fylgi, þýðir að athafnir hennar eru litaðar hug-
7 Um „ástandskonur" í bókmenntum skrifa t.d. Kristinn Kristjánsson (1984) og
Dagný Kristjánsdóttir (2006). Sjá einnig Sigþrúði Gunnarsdóttur 1999; Gerði
Steinþórsdóttur 1979:101-121; Helgu Kress 1975:215-240; og Ingu Dóru Björns-
dóttur 1985.