Skírnir - 01.04.2011, Page 71
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
69
renningatengslum við samsærismenn og föðurlandssvikara. Það
yrði að teljast „óráðvendni í vísindalegri sagnaritun“ að kalla hana
kvisling, segir í sögunni, því hún „á ekki slíkt níðingsheiti skilið þó
jafnvægi hennar reynist ekki eins öruggt í súgi heimsstyrjaldar-
innar“ (324). Frá upphafi voru íslenskar konur gerðar að svikurum
í hernámsbókmenntum og það endurspeglaði almenningsálitið.
I grein sinni um kvenhöfunda og stríð fjallar Gill Plain (2009:
166) um myndina sem dregin er upp af konum í stríðsbókmenntum.
Hún bendir á að þær hafi almennt verið álitnar óáreiðanlegar og að
almenningur hafi óttast að grafið yrði undan feðraveldinu innan
veggja heimilisins með auknum tækifærum kvenna og afstöðu kynj-
anna breytt. Hlutverk Þorbjargar og sú mynd sem dregin er upp af
henni í „Draumi til kaups“ ýja óneitanlega að sams konar álykt-
unum og ótta, „leifturárás" (329) hennar á „hinn ljúf[a] speking"
(329) sem hún er gift vekur upp hina óstýrilátu og óhömdu konu og
í sögulok er lesandi skilinn eftir með mynd af feðraveldi sem hefur
verið gert hornreka og á undir högg að sækja.8
Heimilið í „Draumi til kaups“ sýnir ekki aðeins hvernig her-
námið flytur stríðið heim að dyrum Islendinga, heldur líka hvernig
það verður að vígvelli kynjanna. Þar er tekist á um gildi, sjálfstæði
íslands og framtíð um leið og hermönnunum er boðið inn gegn
greiðslu. Á meðan ver hinn kúgaði gestgjafi eina skotið sem eftir er,
þar sem hið gamla ísland kann að standa svolítið lengur.
4
Oðru máli gegnir um Miklabæ, gamla bæinn í skáldsögunni Vemdar-
englarnir eftir Jóhannes úr Kötlum, sem kom út 1943, ári á eftir
„Draumi til kaups". Þar er heimilið allt annað en vígvöllur. Bærinn
virðist frystur í tíma, hann breytist ekkert þótt allt breytist um-
hverfis, og stingur þannig í stúf við Reykjavík, þar sem umrótið
varð hvað mest vegna hernámsins. Eins og í „Draumi til kaups“ er
8 Rannsóknir á „ástandskonum“ hafa staðfest að þessar og sambærilegar ályktanir
um feðraveldið búi að baki skrifum um konur á hernámsárunum. Sjá t.d. Báru
Baldursdóttur 2001 og 2002; Herdísi Helgadóttur 2001; Þorgerði H. Þorvalds-
dóttur 2001; Eggert Þór Bernharðsson 1996; og Ingu Dóru Björnsdóttur 1989.