Skírnir - 01.04.2011, Page 72
70
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
Miklabæjarfjölskyldunni ætlað að vera táknmynd íslands alls, með-
limir hennar eru fulltrúar mismunandi viðbragða við hernáminu.
Fjölskylda Brynjólfs hefur rekið þar bú svo kynslóðum skiptir,
hann er hinn dæmigerði íslenski bóndi sem lifir í sátt við náttúruna.
Ásamt Hildi konu sinni og Geirlaugu móður sinni lifir hann því
hefðbundna sveitalífi sem vegsamað var af þjóðernissinnum og þeim
sem höfðu gefið það upp á bátinn (Dagný Kristjánsdóttir 2006: 436-
437). Raunar er nokkrum sinnum gefið til kynna í sögunni að Mikli-
bær standi fyrir móðurjörðina helgu sem er hrein, nærandi og
heimkynni þjóðarsálarinnar,9 öfugt við borgina sem þykir menguð
(talað er um „reykjarsvælu" 174; „reykjarmökk“ 264).
Fréttirnar um að Bretar hafi hertekið Island berast ekki til Mikla-
bæjar fyrr en fjarskiptasambandi hefur verið komið á aftur og jafn-
vel þá eru engin sannindamerki um innrásina. í skáldsögunni er þessi
einangrun gefin til kynna með því að láta hljóðlátt tifið í prjónum
Geirlaugar taka við af umrótinu í kjölfar þess að hernámsliðið gengur
á land í Reykjavík, bæði vanagangurinn og aldur konunnar undir-
strika samfelluna. Það er einungis þegar hún tuldrar ljóðlínur úr
Völuspá að vá er gefin til kynna. í skáldsögunni er farið fram og aftur
milli uppnámsins í Reykjavík og hins ósnortna sveitalífs í Miklabæ.
Það er einungis reiði Brynjólfs og sársauki yfir auðmýkingu Islands
og stríðshryllingnum sem raskar rónni í þessum íslenska sæludal.
Þó að samúð sögumanns sé greinilega með Miklabæ og þeim
hefðum og gildum sem þar eru í heiðri haldin, er bærinn gerður að
fulltrúa fortíðarinnar, lífshátta sem eru að líða undir lok. Ekkert
barnanna fjögurra vill feta í fótspor föður síns. Þau hafa öll flutt
burt og bil hefur myndast milli kynslóðanna tveggja. Bilið er ekki
af völdum hernámsins, vel að merkja, það hafði myndast áður en
herliðið gekk á land. Áður en fréttirnar berast til Miklabæjar spyr
Brynjólfur sig meira að segja: „Hvers virði var líf hans nú? ... Hvar
eruð þið, börnin mín? (64).
Eitt af öðru snúa börnin aftur til Miklabæjar og öll vísa þau til
þess hvað staðurinn sé óháður tíð og tíma, hann sé ímynd stöðug-
9 Jóhannes úr Kötlum 1943: 265. Hér á eftir verður vitnað til sögunnar í svigum
innan meginmáls.