Skírnir - 01.04.2011, Page 75
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
73
og virðist bæði hafa lítið af öðru fólki að segja og kæra sig kollótta
um alla nema Steindór fisksala. Hún talar aðallega við köttinn sinn,
Brand VI, eða fer með einræður. Þegar hermennirnir koma í heim-
sókn sjá þeir húsgögn og myndir frá öðrum stað og öðrum tíma.
Eins og Miklibær virðist heimilið hafa verið fryst í tíma. Lesandi
getur túlkað þetta á marga vegu. Kristinn Kristjánsson (1983) gerir
bókinni allgóð skil í kandídatsritgerð sinni og sýnir fram á hvernig
hin sérstaka bygging textans beinir athyglinni að afturhvarfinu í
verkinu og hnykkir þannig á þeim hefðbundu íslensku gildum sem
Guðrún stendur fyrir. Þessi gildi afla henni virðingar hermannanna
og verða til þess að henni er falið að bjarga ungu kynslóðinni frá
glötun í lok sögunnar. Húsið undirstrikar þessi skilaboð og gegnir
sama hlutverki og í mörgum stríðsskáldsögum þar sem það felur í
sér afturhvarf til ástands sem ekki er að finna í samtímanum lengur
(Mengham 2009: 28).
Við getum líka litið á heimilið sem tákn um sögulegar aðstæður Is-
lands. Þetta einangraða heimili, sem snýst að miklu leyti um sjálft sig
og hefur sterk tengsl við fremur staðnaða fortíð, er skyndilega um-
kringt erlendu hernámsliði sem treður á landi þess og sjálfsvirðingu.
Guðrúnu finnst þetta ekki ásættanlegt, svarið sé að mæta því með
reisn. Heimboð hennar felur í sér táknræn skilaboð: Þrátt fyrir gest-
risnina sem hún sýnir fer ekki á milli mála að hún er gestgjafinn og
hermennirnir gestir í hennar húsum. Þegar einn hermaðurinn spyr
Guðrúnu hvort hún tali ensku tekur hún af allan vafa: „— Dú jú spík
eislandikk, meister Anderson?“ (82). Eins biður hún þá að fara úr
skónum svo þeir spori ekki allt út. Skilaboðin eru skýr: Hermennirnir
eru þarna hvort sem íslendingum líkar betur eða verr, en samt er þetta
íslenskt land ennþá; Islendingar ættu að hegða sér eins og gestgjafar,
ekki eins og betlarar, og hermennirnir ættu að hegða sér eins og gestir,
ekki eins og hrokafullir yfirgangsseggir. Móðir Island skipar ein-
stakan sess í íslenskum hernámsbókmenntum hvað þetta varðar, því
þar er fengist við hvunndagsreynsluna af sambýlinu við hernámsliðið
sem þröngvað hefur verið upp á þjóðina, líka frá sjónarhóli her-
mannanna, og með heimilið í forgrunni.
Loks er hvað eftir annað ýjað að því að Guðrún sé „Móðir Is-
land“, hún er móðurleg og því er heimilið hennar ríki. Það hve vel