Skírnir - 01.04.2011, Page 76
74
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
henni tekst að ávinna sér virðingu hermannanna er ekki síst móður-
legu aðdráttarafli hennar að þakka. Fyrir henni eru hermennirnir
ekki varhugaverðir vopnaðir menn heldur pörupiltar sem eru fjarri
heimilum sínum og þurfa á móðurlegri leiðsögn að halda. Her-
mennirnir eru í fyrstu tortryggnir í garð Guðrúnar — þeir eru
haldnir jafn mörgum ranghugmyndum um Island og íslendingar
um þá — og óttast að þar fari enn ein fégráðug nasistakerlingin (75).
Það er ekki fyrr en hún skírskotar til þeirra eigin mæðra og heimila
sem afstaða þeirra breytist:
— Júr moððers hás inn Amerika nott dörtí?
[...]
Nú hvarf gremjan úr svip dátans ... (77)
Það eru hermennirnir sem fara að lokum að kalla hana Móður ís-
land. Sagan hverfist því ekki síður um sjálfsmyndir en um hliðrun í
tíma og rúmi á dögum uppnáms og ringulreiðar. Lausn sögunnar
virðist felast í því að brúa bilið milli fortíðar og nútíðar, en fortíðin
sem hún sýnir okkur hefur verið aftengd nútíðinni og þar af leiðandi
festist textinn í hliðrunarástandi. Eins og fram kemur í lokaorðum
sögunnar er sveitalíf fortíðarinnar hennar helsta viðmið: ,,[H]in
nýju verkefni lífsins, sem kölluðu þegar á hana allt til síðustu
stundar hér, allt frá fyrstu stundu^tr“ (157).
6
„I bókmenntum um seinni heimsstyrjöldina er húsið sjálft í aðal-
hlutverki, sem bygging og félagsleg eining, á tímum togstreitu milli
foreldra og barna, gestgjafa og gesta; milli þess venjulega og þess
ófyrirsjáanlega, þess sem blasir við og þess sem er falið, þess sem er
innlimað og þess sem er úthýst,“ segir Rod Mengham (2009: 41).
Ef þetta á við um einhverja íslenska hernámsskáldsögu þá er það
Snorrabraut 7 (1947) eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Heimili,
hús, húsnæðisekla, húsbyggingar, byggingarreglugerðir, byggingar-
efni og húsbúnaður eru viðfangsefni þessarar sögu um ungt par sem
dreymir um að stofna heimili og fjölskyldu á hernámsárunum.
Áherslan á byggingaframkvæmdir nær ekki einungis til megin-