Skírnir - 01.04.2011, Qupperneq 78
76
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
anna verður að sætta sig við það sem býðst og finnur jafnvel hvergi
húsaskjól. Þessar aðstæður gera höfundi kleift að draga upp ljóslif-
andi mynd af daglegu lífi á hernámsárunum: húsnæðiseklunni,
þrengslunum, því að neyðast til að deila rými með ókunnugum, tor-
tryggni og efasemdum í garð hins aðflutta, auk þess sem stöðugir
flutningar úr kunnuglegu umhverfi í ókunnuglegt skapar rótleysis-
tilfinningu og vekur áleitna spurningu um vistarbönd. Heimilisleysi
verður hluti af íslenskri menningu.
Um leið verður húsið að verkfæri til að endurmeta gildi. Dagrún
og Baldur ætla húsinu að skapa þeim notalegt og tryggt umhverfi til
að ala upp börn. Fyrir mörgum öðrum er hús hins vegar gróða-
vegur, annaðhvort með því að leigja það út eða selja. Eða eins og
ein af ungu mæðrunum orðar það: „Það vill enginn hafa okkur,
barnafólkið, við þykjum ekki í húsum hæf“ (60). Leigusali Dag-
rúnar, Gunnfríður, er seinni kona manns síns og lifir í skugga fyrri
konunnar sem enn minnir á sig um allt hús. Hún hefur líka misst
ungt barn og snýr sér í kjölfarið að veraldlegum hlutum, safnar
dýrum húsgögnum og klæðnaði til að púkka upp á lélegt sjálfs-
traust. Að því leyti er hún andstæða Dagrúnar sem er fátæk en ham-
ingjusöm eiginkona og móðir. Systir Gunnfríðar, Beta, sem nú
kallar sig Lizzý, er hins vegar holdgervingur alls sem hernámið
hefur fært Islandi: glæsileg, efnuð, skemmtanaglöð, en líka köld,
eigingjörn, létt á bárunni og mikil efnishyggjumanneskja. Hún
heldur opinskátt framhjá manni sínum með liðsforingja, vanrækir
börnin sín og þegar hún verður þunguð á ný kýs hún að láta eyða
fóstrinu vegna þess að annað barn yrði henni fjötur um fót. Þó var
maðurinn hennar tilbúinn að gangast við barninu. Á þessum upp-
lausnartímum og í þessari nýju veröld „sem hófst upp úr hafróti
styrjaldarinnar" (167) hefur fólk misst fótanna og hús eru orðin að
söluvöru frekar en heimilum: „Heima, þó, þó! Hvað er heimili?
Næsti staður við bílskúrinn, segja þeir í Ameríku, og það eru karlar,
sem kunna lagið á lífinu“ (166). Þegar upp er staðið komast Dagrún
og Baldur ekki hjá því að deila húsi með „Frú Auðbjörgfu] Arnar-
son, með ránfuglsandlitið og peningahljóminn í nafninu" (177). Is-
land verður að læra að taka við nútímanum.