Skírnir - 01.04.2011, Side 79
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
77
7
Sögurnar sem hér hafa verið ræddar sýna að íslenskir rithöfundar,
eins og margir af kollegum þeirra erlendis, gera húsið eða heimilið
að miðdepli umfjöllunar sinnar um hernámið. Eins og í öðrum
skáldverkum um seinni heimsstyrjöldina er húsið táknmynd menn-
ingar og samfélags. Þar taka Islendingar á móti erlendum „gestum",
hvort sem þeim líkar betur eða verr. Heimilið verður ekki einungis
að leiksviði til að sýna afleiðingar þess að hernámsliðinu var þröngv-
að upp á þjóðina, heldur gerir það höfundunum líka kleift að spyrja
verðugra spurninga um sjálfsmynd, gildi og lífshætti. Húsið verður
þá iðulega að afdrepi þar sem uppflosnun, ringulreið og rofi er ekki
fyrir að fara. Með orðum Rods Menghams (2009: 41) þá er „rýmis-
hugsun" textanna „knúin af reynslu af tímaskekkju“.
Það vekur samt athygli að í sögunum nær húsið sem ímynd
gamla íslands ekki að verða sú brjóstvörn gegn nýjum og krefjandi
tímum sem því er ætlað að vera, stundum jafnvel þvert á framvindu
textans sjálfs að því er virðist. Hildur í Verndarenglunum leyfir sér
að vona að yngsti sonurinn snúi aftur, sem birtist einnig í heiti loka-
kaflans, en lesandinn er skilinn eftir með myndina af Brynjólfi,
hinum dæmigerða bónda, öldruðum og einsömlum, sem getur ekki
arfleitt neinn að fjölskyldubýlinu, og hinum sjónskerta Haraldi sem
ekki sér til sólar. Með sama hætti verður minna úr Guðrúnu í
Móður Islandi sem erkimóður nýrrar kynslóðar sökum afturhalds-
semi hennar og þröngsýni, eins og heimili hennar er til vitnis um.
Rod Mengham (2009: 40) bendir á að „margir skáki í því skjólinu að
sögulegur tími verði með einhverjum hætti svikinn, framrás hans
stöðvuð í huganum“, en eins og íslenskar hernámssögur sýna skáka
menn ekki í því skjóli til lengdar, né leggur það grunn að framtíð eftir
stríð.
Heimilið er að öllu jöfnu ímynd friðar og stöðugleika, andstætt
vafstri hins ytri heims. Á stríðstímum eykst áherslan á leitina að
friði og stöðugleika, en eins og Margaret Atack (2008: 87) bendir á
samrýmist það hvorki því að vera í „stríði og veita andspyrnu né
því ástandi hernámsins að „hvorki sé stríð né friður“.“ Það getur
ekki ríkt friður milli manna þegar ekki ríkir friður í samfélaginu. I