Skírnir - 01.04.2011, Page 80
78
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
íslenskum hernámssögum verður heimilið að vígvelli vegna þess að
hernámið veldur miklum og sársaukafullum ágreiningi milli ís-
lendinga sjálfra. Hafa verður í huga að textarnir sem hér eru til um-
fjöllunar voru allir ritaðir meðan á hernáminu stóð eða skömmu
eftir að því lauk, án þess að höfundarnir hefðu fengið fjarlægð á
viðfangsefnið eða aðgang að yfirgripsmiklum fræðilegum frá-
sögnum. Atack (2008: 81) orðar það svo að „frásagnir einkennist
samkvæmt skilgreiningu af markhyggju ... En sama á ekki við um
lífið“ — hversdagurinn er óskipulagður, formlaus, óviss. Textarnir
snúast ekki um andstæðuparið „við andspænis þeim“ heldur er
áherslan á „okkur andspænis okkur", togstreitunni milli mismun-
andi viðbragða við hernáminu. I tilfelli Islands var auðvitað enginn
augljós óvinur því hernámið var „vinveitt". I fyrstu hernámssög-
unum virðist sem óöryggið og sú siðferðislega óvissa sem hernámið
skapaði og það flot sem komst á „rétt og rangt“ leiði til borgara-
stríðs, leit að óvini í eigin röðum, og ásökunartóns sem miðar að
því að (endur-)skapa tilfinningu fyrir siðgæði og réttlæti.12 í þessu
samhengi er hernámið sjálft á jaðri flestra textanna en endurómar í
bakgrunni eða skáskýtur sér inn í gegnum táknsögur. Að sama skapi
endurspegla sögulokin hinar tvíbentu aðstæður sem ríktu á ritunar-
tímanum.
Síðast en ekki síst verður húsið að táknmynd þeirrar framand-
gervingar sem hinar róttæku breytingar á íslensku samfélagi valda.
Sumpart urðu þessar breytingar vegna hernámsins, sumpart var
þeim hraðað ískyggilega af völdum þess. Skyndilega var hið kunn-
uglega aðrað, hið aðraða kunnuglegt. Svo virtist sem skorið hefði
verið á allar tengingar við fortíðina á sama tíma og erlend menning
hreiðraði um sig. Reiða varð að óreiðu þar eð gömlu reglurnar og
viðmiðin virtust ekki halda lengur, samt gekk lífið sinn vanagang.
„Stríðið er mara til að byrja með, en maran verður smám saman
hvcrsdagsleg", skrifar Dagný Kristjánsdóttir (2006: 129). í sumum
12 f seinni tíma eftirstríðsbókmenntum verður til frumsögn sem einkennist af mark-
hyggju þar sem fjöldaframleiddar persónur gegna hlutverki hetju og skúrks eins
og gerðist í öðrum eftirstríðsbókmenntum um hernám. Árið 1996 vakti t.d. hol-
lenski rithöfundurinn Marcel Möring mikla athygli fyrir að skilgreina hollensku
hernámsskáldsöguna sem klisju; sjá Hugo Brems 2006: 78.