Skírnir - 01.04.2011, Page 81
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
79
tilfellum verður húsið að eyju sem fryst er í tíma, aftengd veruleik-
anum og heiminum fyrir utan. I öðrum verður heimilisleysi annað-
hvort að ógn eða þráhyggju, sem er ekki einungis til marks um
félagslegt vandamál heldur líka um líkamlegt, menningarlegt og sál-
arlegt ástand sem bendir til þess að viðkomandi sé illa áttaður í tíma
og rúmi. Aðalpersónurnar fjórar eru firrtar í öllum textunum vegna
þess að þær þekkja sig ekki lengur í heiminum sem þær búa í og ná
ekki að fóta sig í honum. Þær eru utanveltu og vegvilltar þar eð nýr
hugsunarháttur og nýjar aðstæður hafa tekið yfir. Auðun í „Draumi
til kaups“
finnur að hugblær manna hefur breyst, tekur eftir því að önnur umræðuefni
en styrjöldin og gróðaúrræðin þykja ekki dagskrárhæf. Gestir hans hafa
allt í einu glatað öllum áhuga fyrir speki hans, allri trú á hugsunina. Þeir
vita skyndiiega allt, hann ekkert. (326)
Og hann kannast varla við borgina sem hann er borinn og barn-
fæddur í. Þvert á almenningsálitið finnst honum borgin hafa sett
ofan:
Og yfir borginni svífa dag og nótt fullkomnustu hernaðarflugvélar, reiðu-
búnar að verja hana gegn fjandsamlegri árás, en hver gata er ekin óteljandi
bílum af frábrugðnustu gerðum með hinum margbreytilegasta hraða í alls
konar augnamiði. Sprengingar þruma, skot heyrast, vopnaglamur og stíg-
vélaþramm. Hermannaskálar spretta, loftskeytahrókar rísa og rauð ljós sjást
á kirkjuturnum á kvöldin. Er þetta ekki stækkun? Er það ekki útþensla að
hávaði styrjaldarinnar skuli hafa náð hingað, reyndar aðeins sem bergmál
...? (328)
I Verndarenglunum er stríðsbramboltið líka notað til að miðla
reynslunni af því framandlega. Hermennirnir sem gæta bygginga
hersins eru sagðir „stífir eins og liðamótalausir tindátar“, í „hinni líf-
vana göngu, eins og dautt stykki í vél, sem hreyfist eftir ósjálfráðum
lögmálum“ (46). Þeim er lýst sem vélmennum — svona ómennskir
eru þeir framandi í útliti og háttum, „öldungis óþekkt fyrirbrigði í
þessu friðsama landi“ (46). I Snorrabraut 7 eru hermennirnir nán-
ast alfarið bendlaðir við háreysti, drykkju, troðning og óábyrga ef
ekki ósiðlega hegðun. Þeir þvælast fyrir venjulegum Islendingum
sem reyna að lifa lífinu, þeir fylla strætisvagna, leigubíla og stræti.