Skírnir - 01.04.2011, Page 82
80
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
Vinur Baldurs og Dagrúnar verður fyrir amerískri bifreið og lætur
lífið og breskir liðsforingjar eru í tygjum við giftar íslenskar konur.
Að því leyti skipar skáldsagan þeim ekki beinlínis í hlutverk skúrks-
ins, heldur gerir þá að fyrirmynd íslenskra skúrka. Viðbrögð Dag-
rúnar við loftárásarsírenunni, þar sem hún liggur í hnipri með
börnin sín á ganginum (148-149), eru til marks um ótta við óþekkt
ill öfl sem húsið skýlir henni ekki einu sinni almennilega fyrir.
Aðeins í Móður Islandi er hermönnunum lýst sem einstaklingum
og þeim léð rödd. Eigi að síður eru þeir fulltrúar upplausnar og há-
reysti. Mikilúðleg og hávær stríðstólin og framandleg hegðun þeirra
sem með þau fara dregur þannig reynsluna af hernáminu fram í
dagsljósið, hernám útlendra hersveita en ekki síður hernám nýrra
tíma.
8
I umfjöllun sinni um frönsk skáldverk sem gerast í seinni heims-
styrjöldinni, víkur Debarati Sanyal (2009: 85) að tilfinningunni fyrir
samsekt sem leitar á hernumdar þjóðir. Spurningar um sekt og
ábyrgð gegnsýra ekki einungis franskar hernámsbókmenntir heldur
líka hollenskar (Brems 2006: 73-75). Hið sérstaka líf í herteknu
landi verður oft til þess að skilin milli samvinnu, aðlögunar og and-
spyrnu verða afar óljós og óáþreifanleg. Það veldur tortryggni, læ-
vísi, sekt, skömm og iðrun, fólk „nær ekki að bægja frá sér þeirri
tilfinningu að það sé viðriðið glæp“ (Atack 2008: 82). I greiningu
sinni á orðræðunni um „ástandskonuna" getur Kristinn Kristjáns-
son (1984: 208) sér þess til að ástandskonan hafi verið tilvalinn
skotspónn fyrir samviskubit þjóðarinnar yfir hernáminu og miklu
auðveldara skotmark en herinn. Ekki hafa verið gerðar miklar rann-
sóknir á samviskubiti þjóðarinnar og sektarkennd, hvað þá á til-
finningalegum viðbrögðum við hernáminu eins og þau birtast í
íslenskum bókmenntum. Dagný Kristjánsdóttir (2009) reið á vaðið
í greiningu sinni á tráma í smásögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, „1“
í bókinni Af manna völdum, þar sem hún heldur því fram að Island
hafi skort orðræðu til að tjá hin sálrænu áföll sem stríðið skildi eftir
sig.